„Ótrúlegar“ björgunaraðgerðir í Ólafsfirði

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, varð vitni að björgunaraðgerðunum í …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, varð vitni að björgunaraðgerðunum í Ólafsfirði í kvöld. Samsett mynd/Björn Andri Sigfússon/Stjórnarráðið

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra, var viðstödd þegar um 60 grind­hval­ir syntu á land í Ólafs­firði fyrr í dag.

Hún seg­ir fjölda hvala hafa verið gríðarleg­an og að álíka at­b­urður hafi ekki átt sér stað á Ólafs­firði í tæpa öld.

60 hval­ir, kýr og kálf­ar

„Það er búið að vera al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með þessu. Björg­un­ar­sveit­arliðar héðan, frá Sigluf­irði og frá Dal­vík og sjálf­boðaliðar, hafa verið að störf­um og komið, að ég held, öll­um hvöl­un­um á flot,“ seg­ir Bjarkey.

Hún seg­ir að lík­lega hafi verið um 60 hvali að ræða; þar á meðal grind­hvala­kýr með kálfa. Á ör­skömm­um tíma hafi verið búið að koma þeim út á fjörðinn.

Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar að störfum.
Björg­un­ar­sveitar­fólk og sjálf­boðaliðar að störf­um. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Sjá hvort þeir rati út á haf

„Nú er það bara spurn­ing hvort við sjá­um að þeir kom­ist nógu djúpt til þess að rata aft­ur út á haf,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir að nú sveimi bát­ar með torf­unni til þess að tryggja að hún kom­ist út á haf og syndi ekki aft­ur upp í fjöru.

„Við héld­um að við vær­um að horfa upp á að þeir myndu all­ir liggja hér dauðir í fjör­unni, en svo reynd­ist al­deil­is ekki,“ seg­ir Bjarkey.

Ekki gerst síðan 1933

Uppá­kom­ur sem þess­ar eru alls ekki al­geng­ar að sögn Bjarkeyj­ar, en hún seg­ir eldra fólk í bæn­um reka minni í að hafa heyrt af land­reka sem átti sér stað árið 1933.

Sú torfa sem þá rak á land hafi þó ekki verið jafn stór og sú sem rétt í þessu var bjargað. „Þessi fjöldi var gríðarleg­ur,“ seg­ir Bjarkey.

Sig­urður Ægis­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins og mbl.is á Sigluf­irði, náði mynd­bandi af björg­un­araðgerðunum sem sjá má hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert