Sigríður fundin heil á húfi

Sigríður var færð á slysadeild til aðhlynningar.
Sigríður var færð á slysadeild til aðhlynningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ríður Jó­hanns­dótt­ir, 56 ára Kópa­vogs­búi, sem leitað hef­ur verið að frá því um síðustu helgi, fannst heil á húfi skömmu eft­ir há­degi í dag. Var hún í kjöl­farið færð á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og greint var frá í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar í gær hafði leit­ar­svæðið verið stækkað og í dag lögðu leitar­flokk­ar björg­un­ar­sveit­anna áherslu á leit í Elliðaár­dal/​Elliðaár og aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar og fannst Sig­ríður á því svæði.

Form­leg leit hófst að Sig­ríði þann 15. júní síðastliðinn, en þá hafði ekki sést til henn­ar frá því 13. júní.

Lög­regl­an þakk­ar öll­um þeim sem tóku þátt í leit­inni kær­lega fyr­ir aðstoðina, þá ekki síst björg­un­ar­sveit­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert