Vegabréfsáritanir misnotaðar

Vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli.
Vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli.

Embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um tel­ur að ákvæði í stjórn­ar­frum­varpi um vega­bréfs­árit­an­ir, sem nú er í meðför­um Alþing­is, þurfi að vera ít­ar­legri um heim­ild til að aft­ur­kalla slík­ar árit­an­ir.

Í um­sögn um frum­varpið seg­ir embættið að starfs­fólk hafi orðið þess vart að ein­stak­ling­ar sæki um vega­bréfs­árit­an­ir hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um þar sem um­sókn­ir séu af­greidd­ar hraðar og meiri lík­ur séu á að þær séu samþykkt­ar. Þess­ir ein­stak­ling­ar hafi oft eng­in áform um að koma til Íslands og af­bóki jafn­vel hót­el og flug um leið og þeir hafi fengið árit­un­ina.

Þá hafi einng komið upp mál þar sem ein­stak­ling­ar bóka sól­ar­hrings­ferð til Íslands til að fá stimp­il hér á landi til að virkja vega­bréfs­árit­un­ina svo að viðkom­andi geti síðan ferðast áfram inn á Schengen-svæðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert