Tilkynning barst lögreglu um innbrot og þjófnað í geymslu í Laugardalnum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu frá því í dag.
Í gær voru tvö innbrotstilvik, einnig í Laugardalnum, tilkynnt lögreglu.
Lögreglu barst tilkynning um skemmdarverk í Grafarvogi en þar var reynt að brjótast inn í geymslu í dag. Sú tilraun heppnaðist þó ekki.