Klerkarnir með kjarnavopn ógn við heimsfriðinn

Kristrún hefði viljað sjá diplómatíska lausn á málinu.
Kristrún hefði viljað sjá diplómatíska lausn á málinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir Ísra­els­menn og Banda­ríkja­menn hafa aukið stig­mögn­un með árás­um sín­um gegn Írön­um, sem ógni stöðug­leika á svæðinu. Aft­ur á móti hefði það ógnað heimfriðinum ef klerka­stjórn­in í Íran hefði náð að byggja kjarn­orku­vopn. 

„Ástandið í Mið-Aust­ur­lönd­um er al­var­legt og sú stig­mögn­un sem átt hef­ur sér stað með loft­árás­um Ísra­ela og nú Banda­ríkj­anna ógn­ar stöðug­leika langt út fyr­ir svæðið,“ skrif­ar Kristrún í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Á síðustu dög­um hafa Ísra­els­menn helst beint árás­um sín­um á kjarn­orku- og hernaðar­innviði í Íran. Banda­rík­in sprengdu í gær­kvöldi á þrem­ur stöðum í Íran, þar sem Íran­ar hafa kjarn­orku­starf­semi sína.

Seg­ir diplóma­tísk­ar leiðir ekki hafa verið þrautreynd­ar

„Það er ljóst að lausn­in í mál­efn­um Írans felst ekki í beit­ingu vopna. Það er því mikið áhyggju­efni að diplóma­tísk­ar leiðir hafi ekki verið þrautreynd­ar áður en til þess­ara loft­árása kom,“ skrif­ar Kristrún. 

Hún seg­ir ís­lensk stjórn­völd hvetja til still­ing­ar milli stríðandi ríkja. Enn er ráðrúm að henn­ar mati til að setj­ast að samn­inga­borði og leit­ast við að finna diplóma­tísk­ar lausn­ir.

Ef stig­mögn­un haldi áfram þá verði það alltaf til þess að fleiri sak­laus­ir borg­ar­ar láti lífið.

Klerka­stjórn­in hafi ásælst kjarn­orku­vopn

„Fram­ganga Írans og ásælni stjórn­valda í Teher­an [klerka­stjórn­in] í kjarna­vopn hef­ur verið slík á und­an­förn­um árum að það væri aug­ljós­lega ógn við heims­friðinn ef þeir næðu að þróa slík gereyðing­ar­vopn. Þessi stefna Írans hef­ur vissu­lega grafið und­an stöðug­leika á svæðinu en að sama skapi leggj­um við áherslu á mik­il­vægi þess að alþjóðalög séu virt,“ skrif­ar Kristrún og bæt­ir við:

„Áfram­hald og frek­ari stig­mögn­un vopnaðra átaka munu bitna verst á al­menn­um borg­ur­um, bæði í Íran og Ísra­el. Og á meðan þessu vind­ur fram falla hörm­ung­arn­ar á Gasa í skugg­ann. Þar rík­ir áfram al­gert neyðarástand sem bregðast verður við taf­ar­laust.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert