Umferðartafir í Mosfellsbæ

Bílalestin er sögð ná frá Ártúnsbrekku og til Mosfellsbæjar. Mynd …
Bílalestin er sögð ná frá Ártúnsbrekku og til Mosfellsbæjar. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikl­ar um­ferðartaf­ir eru á Vest­ur­lands­vegi vegna vega­fram­kvæmda og mis­skiln­ings tengd­um þeim.

Frá­sagn­ir öku­manna herma að bílaröðin nái frá Ártúns­brekku og inn í íbúðahverfi í Mos­fells­bæ.

Vakt­haf­andi upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að tvenn­ar fram­kvæmd­ir hafi haf­ist klukk­an fimm við Vest­ur­lands­veg og ein­ar til viðbót­ar hafi haf­ist klukk­an sjö.

Um­fang taf­anna megi rekja til mistaka þegar vegi við Laxalón sem ein­ung­is stóð til að þrengja var lokað og öku­mönn­um bent á hjá­leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert