Vignir Íslandsmeistari í annað sinn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality
    Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son tryggði sér sinn ann­an Íslands­meist­ara­titil á opna Íslands­mót­inu í skák sem lauk á Blönduósi í gær. Vign­ir náði sigri gegn Adam Om­ars­syni í lokaum­ferðinni og stakk sér fram fyr­ir þá Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonas­son og Braga Þorfinns­son sem voru í harðri bar­áttu um titil­inn.
    Vign­ir endaði með 7 vinn­inga eins og Ivan So­kolov en Vign­ir vann á stig­um og er jafn­fram Íslands­meist­ari. Þeir Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonas­son, Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son og Bragi Þorfinns­son hluti 6,5 vinn­ing og mega vel við una.
    Vignir Vatnar bar sigur úr býtum á Opna Íslandsmótinu í …
    Vign­ir Vatn­ar bar sig­ur úr být­um á Opna Íslands­mót­inu í skák. Ljós­mynd/​Aðsend

    Lenka sigraði í kvenna­flokki

    Lenka Ptacni­kova varð Íslands­meist­ari kvenna í 15. skiptið, Áskell Örn Kára­son varð Íslands­meist­ari öld­unga og Vign­ir Vatn­ar varð auk Íslands­meist­ara­titils­is hlut­skarpst­ur í ung­menna­flokki. 
    Að loknu móti fór fram verðlauna­af­hend­ing þar sem Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands var heiður­gest­ur og að því loknu var haldið í hátíðar­kvöld­verð í til­efni af 100 ára af­mæli Skák­sam­bands Íslands.
    Hall Tómasdóttir var viðstödd lokakvöld mótsins.
    Hall Tóm­as­dótt­ir var viðstödd loka­kvöld móts­ins. Ljós­mynd/​Aðsend
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert