Vignir Vatnar Stefánsson tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á opna Íslandsmótinu í skák sem lauk á Blönduósi í gær. Vignir náði sigri gegn Adam Omarssyni í lokaumferðinni og stakk sér fram fyrir þá Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Braga Þorfinnsson sem voru í harðri baráttu um titilinn.
Vignir endaði með 7 vinninga eins og Ivan Sokolov en Vignir vann á stigum og er jafnfram Íslandsmeistari. Þeir Aleksandr Domalchuk-Jonasson, Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Þorfinnsson hluti 6,5 vinning og mega vel við una.
Vignir Vatnar bar sigur úr býtum á Opna Íslandsmótinu í skák.
Ljósmynd/Aðsend
Lenka sigraði í kvennaflokki
Lenka Ptacnikova varð Íslandsmeistari kvenna í 15. skiptið, Áskell Örn Kárason varð Íslandsmeistari öldunga og Vignir Vatnar varð auk Íslandsmeistaratitilsis hlutskarpstur í ungmennaflokki.
Að loknu móti fór fram verðlaunaafhending þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var heiðurgestur og að því loknu var haldið í hátíðarkvöldverð í tilefni af 100 ára afmæli Skáksambands Íslands.
Hall Tómasdóttir var viðstödd lokakvöld mótsins.
Ljósmynd/Aðsend