Alelda bíll á Suðurlandsvegi

Bíllinn er alelda.
Bíllinn er alelda. Ljósmynd/Aðsend

Nær al­elda bíll var á Suður­lands­vegi skammt frá af­leggj­ar­an­um við Hólms­heiði. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu er búið að slökkva eld­inn sem kom upp í vél­ar­rými bíls­ins. Eng­um varð meint af. Bíll­inn var á akstri þegar ökumaður varð elds­ins var. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu tók stutt­an tíma að slökkva eld­inn og er þess beðið að bíll­inn kólni áður en hann verður fjar­lægður. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

Talsverðan reyk leggur frá bílnum.
Tals­verðan reyk legg­ur frá bíln­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert