Nær alelda bíll var á Suðurlandsvegi skammt frá afleggjaranum við Hólmsheiði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn sem kom upp í vélarrými bílsins. Engum varð meint af. Bíllinn var á akstri þegar ökumaður varð eldsins var.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tók stuttan tíma að slökkva eldinn og er þess beðið að bíllinn kólni áður en hann verður fjarlægður.
Fréttin hefur verið uppfærð