Auknar efasemdir um efnahagslíf

Könnun Gallup er unnin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og …
Könnun Gallup er unnin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, og hefur verið gerð ársfjórðungslega frá árinu 2002. mbl.is/Árni Sæberg

Til­trú á efna­hags­horf­um minnk­ar enn sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar Gallup meðal stærstu fyr­ir­tækja. Fleiri telja að horf­urn­ar á næstu sex mánuðum séu verri, að fram­boð á vinnu­afli auk­ist áfram og að starfs­mönn­um fækki. Al­mennt er talið að verðbólga lækki áfram, en að það muni ganga hægt.

Þegar svör eru greind eft­ir at­vinnu­grein­um er ber­sýni­legt að mikl­um mun meiri svart­sýni gæt­ir í sjáv­ar­út­vegi en öðrum grein­um.

Þetta eru niður­stöður í reglu­legri könn­un Gallup, sem birt er í dag. Hún er unn­in í sam­starfi við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) og Seðlabanka Íslands, og hef­ur verið gerð árs­fjórðungs­lega frá ár­inu 2002.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert