Hampfræin takast á loft í kvöld

Til stendur að leiðangurinn hefist klukkan 21 í kvöld.
Til stendur að leiðangurinn hefist klukkan 21 í kvöld. Samsett mynd/Unsplash

Ein­stöku geim­skoti með ís­lensk kanna­bis­fræ inn­an­borðs sem átti að eiga sér stað á laug­ar­dags­kvöld hef­ur verið seinkað fram til kvölds­ins í kvöld.

Þetta seg­ir Meta Paher­hik, stofn­andi Greina rann­sókn­ar­set­urs.

Flug­tak 21 ef veður leyf­ir

„Veðrið í Kali­forn­íu, þaðan sem flaug­in átti að tak­ast á loft, hef­ur verið sér­stak­lega slæmt síðustu daga,“ seg­ir hún.

Áætluð tíma­setn­ing­in flug­taks­ins er klukk­an 21 í kvöld.

Ein­stök geim­rann­sókn

Geim­ferðin er sögu­leg að því leyti að þetta verður í fyrsta skipti sem til­raun verður gerð til þess að end­ur­heimta plöntu­vefi og fræ úr spor­baugi jarðar.

Meðal þeirra líf­sýna sem eru um borð í SpaceX-flaug­inni Falcon 9, sem mun bera fræ­geym­inn MayaSat-1 út í geim, eru ís­lensk hamp­fræ.

„Við get­um ekk­ert gert nema að krossa fing­ur og vona að veður leyfi flug­tak í kvöld,“ seg­ir Paher­hik.

Fylgj­ast má með geim­skot­inu í beinni út­send­ingu á YouTu­be hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert