„Heimurinn þarf á því að halda sem aldrei fyrr“

Leiðtoga­fundur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) hefst á morgun í Haag í Hollandi. …
Leiðtoga­fundur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) hefst á morgun í Haag í Hollandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við mbl.is um væntingar sínar til fundarins. mbl.is/Eyþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ákv­arðanir varðandi fram­lög til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, sem „und­ir­strika það sem lengi hefði mátt gera“, verða tekn­ar á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) sem hefst á morg­un í Haag í Hollandi.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist ráðherr­ann binda von­ir við að úr fund­in­um komi enn sam­hent­ara, sterk­ara Atlants­hafs­banda­lag, að samstaða banda­lags­ins við að berj­ast gegn þeirri ógn, bæði til skemmri og lengri tíma, sem felst í því hvernig Rússlandi er stjórnað sé skýr.

„Við þurf­um að standa með Úkraínu, bæði fyr­ir Úkraínu sjálfa en ekki síður fyr­ir ör­yggi, frelsi og frið í Evr­ópu,“ seg­ir Þor­gerður.

Mikilvægar ákvarðanir verða teknar varðandi framlög til varnar- og öryggismála, …
Mik­il­væg­ar ákv­arðanir verða tekn­ar varðandi fram­lög til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, sem Þor­gerður seg­ir „und­ir­strika það sem lengi hefði mátt gera“. Það er að Evr­ópa axli enn frek­ar ábyrgð á ör­yggi og vörn­um í álf­unni. mbl.is/​Eyþór

„Við vilj­um vera framúrsk­ar­andi á því sviði“

Líkt og áður seg­ir verða mik­il­væg­ar ákv­arðanir tekn­ar á fund­in­um varðandi fram­lög til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, sem Þor­gerður seg­ir „und­ir­strika það sem lengi hefði mátt gera“.

Það er að Evr­ópa axli enn frek­ar ábyrgð á ör­yggi og vörn­um í álf­unni.

„Það er verið að fara upp í þetta 5% hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Það er að segja 3,5% í hrein varn­ar­fram­lög og síðan þetta 1,5% sem er verið að út­færa. Það verður hluti af fund­in­um og síðan því sem kem­ur í kjöl­farið á fund­in­um,“ seg­ir hún.

Spurð hvort út­gjöld Íslands til varn­ar- og ör­ygg­is­mála hækki ger­ir Þor­gerður grein­ar­mun á varn­ar­mál­um og ör­ygg­is­mál­um og seg­ir:

„Já, varn­artengd. Við meg­um ekki gleyma því að þegar Ísland varð stofnaðili að NATO árið 1949 þá var það öll­um lönd­um og öðrum banda­mönn­um okk­ar ljóst að við erum herlaus þjóð og þar af leiðandi eiga þessi viðmið um fram­lög til hreinna og klárra hervarna ekki beint við um okk­ur.“

Engu að síður hafi Ísland aukið fram­lög og styrkt Úkraínu. Ísland upp­fylli enn þær kröf­ur sem og varn­ar­skuld­bind­ing­ar sem gerðar voru á leiðtoga­fund­in­um í Washingt­on á síðasta ári og metnaður sé fyr­ir því að halda áfram að vera öfl­ugt þjón­ustu­ríki fyr­ir þær banda­lagsþjóðir sem hingað koma og sinna loft­rým­is­gæslu og kaf­báta­leit.

„Við vilj­um vera framúrsk­ar­andi á því sviði, bæði í gegn­um mannauð og aðstöðu. Þetta kall­ar á fjár­fest­ing­ar, það hef­ur verið gert á umliðnum árum og það þurf­um við að bæta og efla enn frek­ar.“

Lyk­il­atriði að Ísland upp­fylli kröf­ur og skuld­bind­ing­ar NATO

Þor­gerður seg­ir Ísland þegar vera komið af stað með þau varn­artengdu út­gjöld sem um ræðir. Hluti af því sé Land­helg­is­gæsl­an og starf­semi henn­ar, hluti af lög­regl­unni, vega­mál, heil­brigðismál og ýmis innviðabygg­ing sem þegar hef­ur átt sér stað.

„En við þurf­um að gera bet­ur og við þurf­um að tryggja að þeir innviðir sem við ætl­um að fara í að byggja upp geti líka til­heyrt því sem við vilj­um að falli und­ir varn­ir.“

„En við þurfum að gera betur og við þurfum að …
„En við þurf­um að gera bet­ur og við þurf­um að tryggja að þeir innviðir sem við ætl­um að fara í að byggja upp geti líka til­heyrt því sem við vilj­um að falli und­ir varn­ir,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Eyþór

Lyk­il­atriðið seg­ir hún vera að Ísland upp­fylli þær kröf­ur og skuld­bind­ing­ar sem NATO set­ur á herðar banda­lagsþjóðum, „að þær fjár­fest­ing­ar sem við för­um í, hvort sem það er í hafn­ar­mann­virkj­um, vega­mann­virkj­um, inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins, eða í ann­arri innviðaupp­bygg­ingu – að þær geti líka stuðlað að ör­yggi og vörn­um lands­ins“.

Þannig seg­ist Þor­gerður binda von­ir við að sú skylda sem hvíl­ir á okk­ur, „ríkj­um sem hafa verið rödd friðar, frels­is og lýðræðis“, verði til þess að þjóðir setj­ist við samn­inga­borðið og að samn­inga­tækn­in verði hluti af lausn­inni, en ekki her­tækn­in.

„Að við höld­um áfram að und­ir­strika þá rödd okk­ar, þó að það séu mjög krefj­andi tím­ar og mjög skrítn­ir tím­ar, átök í Úkraínu, hörm­ung­ar­ástand á Gasa, og núna síðast Ísra­el/Í​ran átök­in.“

„Það gild­ir líka um okk­ar góðu vini“

Aðspurð seg­ir Þor­gerður ekki ólík­legt að árás Banda­ríkj­anna á Íran verði til umræðu á fund­in­um.

„Úkraína er fyrst og fremst á dag­skrá fund­ar­ins, og ógn­in sem staf­ar af Rúss­um, en það er mjög lík­legt að þetta verði rætt, bæði form­lega og óform­lega.

Það er al­veg ljóst að Íran og áætl­un Írana að koma upp kjarn­orku­vopn­um hef­ur verið ógn við ör­yggi, bæði Mið-Aust­ur­landa og heims­ins, þannig að það var fyrst og fremst ástæðan fyr­ir því að bæði Ísra­el­ar og Banda­ríkja­menn réðust á Íran,“ seg­ir hún.

Engu að síður sé það hlut­verk okk­ar Íslend­inga og annarra þjóða, sem eiga allt und­ir í alþjóðleg­um lög­um og að þau séu virt, að und­ir­strika að það beri að fara eft­ir alþjóðalög­um og „það gild­ir líka um okk­ar góðu vini“.

„Það er alveg ljóst að Íran og áætlun Írana að …
„Það er al­veg ljóst að Íran og áætl­un Írana að koma upp kjarn­orku­vopn­um hef­ur verið ógn við ör­yggi, bæði Mið-Aust­ur­landa og heims­ins, þannig að það var fyrst og fremst ástæðan fyr­ir því að bæði Ísra­el­ar og Banda­ríkja­menn réðust á Íran,“ seg­ir Þor­gerður. mbl.is/​Eyþór

„Öllum ríkj­um beri skylda til þess að fara þær leiðir“

„Það er al­veg skýrt í mín­um huga, og í hug­um lang­flestra aðila, að það er tölu­verð og veru­lega mik­il ógn af því að Íran­ar haldi áfram að þróa sig í átt að kjarn­orku­vopn­um, og það var ein­fald­lega verið að taka á því,“ seg­ir Þor­gerður, spurð álits á árás Banda­ríkj­anna á Íran.

Hún seg­ir það aldrei gott þegar svona mál eru leyst með hernaði og árás­um en mik­il­vægt sé að skilja hvað ligg­ur að baki, þó það breyti því ekki að árás­in hafi ekki verið besta leiðin til þess að minnka stig­mögn­un­ina á svæðinu.

„Þess þá held­ur þurfa önn­ur ríki, bæði inn­an NATO og ann­ars staðar í heim­in­um, að hvetja Írana til þess að setj­ast að samn­inga­borðinu og koma með raun­hæft plan um það hvernig þeir geti verið, og verði, án kjarn­orku­vopna. Síðan get­ur heims­byggðin líka komið til og skoðað ýms­an ann­ars kon­ar stuðning.

Þannig að þetta eru snún­ir og krefj­andi tím­ar en það los­ar okk­ur ekki frá því, hvar sem við erum stödd í for­ystu landa, að tala fyr­ir frelsi og tala fyr­ir friði, og heim­ur­inn þarf á því að halda sem aldrei fyrr.“

Þor­gerður bæt­ir við að í öll­um þess­um árás­um verði sak­laus­ir borg­ar­ar alltaf fórn­ar­lömb og að „ef hægt er að sneiða fram hjá því með samn­ingaviðræðum, með því að virða alþjóðalög, þá finnst mér að öll­um ríkj­um beri skylda til þess að fara þær leiðir, en ekki átaka­leiðina“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert