Lokun hefði áhrif á Ísland

Yrði Hormússundi lokað myndi olíuverð hækka mikið.
Yrði Hormússundi lokað myndi olíuverð hækka mikið. AFP

Loki Íran­ir Horm­ússundi hefði það gíf­ur­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir heim­inn all­an, ekki síst Ísland. Þetta seg­ir hag­fræðing­ur­inn Þórður Gunn­ars­son og nefn­ir þar sér­stak­lega áhrif á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

„Þetta hef­ur aldrei gerst en hef­ur oft verið hótað,“ seg­ir Þórður en ír­anska þingið hef­ur samþykkt lok­un á sigl­inga­leiðinni sem um 20% allr­ar olíu í heim­in­um ber­ast í gegn­um. „Ef það á allt í einu að loka á fimmt­ung allr­ar fram­leiðslu þá auðvitað lam­ast alþjóðahag­kerfið.“

Yrði Horm­ússundi lokað myndi olíu­verð hækka mikið. Þórður seg­ir að fyrstu áhrif­in sem Ísland fyndi fyr­ir vera í sjáv­ar­út­vegi, þar sem ol­íu­kostnaður sé næst­mesti kostnaður­inn á eft­ir laun­um.

„Ef það verður al­vöru fram­boðsskell­ur við lok­un þessa sunds mun verðbólga um all­an heim rjúka upp, rétt eins og eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Við mun­um nátt­úru­lega finna fyr­ir því. Við sem út­flutn­ings­hag­kerfi þolum svona skarpa hækk­un mjög illa.“

Þá bend­ir hann á að hærra olíu­verð komi illa við flugiðnaðinn, sem hefði áhrif á ferðaþjón­ustu hér á landi. Álver­in seg­ir hann ekki í eins mik­illi hættu, þar sem þau séu ekki eins háð olíu. Hann seg­ir lok­un á sund­inu skaða Kína mest. „Mér finnst lík­legt að þeir leyfi þessu ekki að ger­ast.“

Lesa má nán­ar um málið á bls. 12 og 13 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert