Með meðvitund en „alvarlega slösuð“

Konan féll við Svöðufoss.
Konan féll við Svöðufoss.

Kon­an sem féll við Svöðufoss á Snæ­fellsnesi er er­lend­ur ferðamaður á fer­tugs­aldri. Að sögn sjón­varvotta féll kon­an úr um fimm metra hæð. Fyrstu fregn­ir sem lög­regla fékk voru þær að kon­an hefði lent í foss­in­um sjálf­um en það reynd­ist ekki rétt við nán­ari at­hug­un.

Ásmund­ur Krist­inn Ásmunds­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi seg­ir kon­una hafa verið eina á ferð en það hafi verið henni til happs að aðrir ferðamenn voru einnig við Svöðufoss þegar slysið varð.

Vin­sæll ferðamannastaður

„Kon­an var með meðvit­und þegar hún var flutt á brott en fleiri upp­lýs­ing­ar höf­um við ekki. Hún var al­var­lega slösuð,“ seg­ir Ásmund­ur.

Kon­an var flutt með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á bráðamót­töku.

„Þetta er vin­sæll ferðamannastaður og án þess að við þekkj­um það ná­kvæm­lega í þessu til­viki hef­ur borið á því að ferðamenn fari af merkt­um göngu­leiðum og komi sér í aðstæður sem eru hættu­leg­ar. Því miður er það að ger­ast allt of oft,“ seg­ir Ásmund­ur.

Fimm metra fall

Að sögn Ásmund­ar féll kon­an ekki í vatn. „Það er talað um að fallið hafi verið um fimm metr­ar. Foss­inn er um tíu metr­ar. En þetta eru fyrstu frétt­ir. Það þarf að ræða við kon­una til að fá nán­ari út­list­un á þessu,“ seg­ir Ásmund­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert