Írskur lögreglufulltrúi segist skoða alla möguleika og vísbendingar í rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Hann telur mögulegt að svörin felist í íslensku samfélagi.
Málið hefur verið rannsakað stöðugt á Írlandi frá hvarfi Jóns Þrastar í febrúar 2019.
Fimm írskir lögreglumenn eru komnir til landsins til að rannsaka hvarf hans í samstarfi við íslenska lögreglu næstu vikuna.
„Við höfum ekki fundið svörin sem við leitum eftir. Við teljum að svörin geti legið í íslenska samfélaginu, þess vegna komum við hingað,“ segir Alan Brady, yfirrannsóknarlögreglufulltrúi írsku lögreglunnar, sem ræddi við blaðamann á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Tekin verður skýrsla af 45 einstaklingum sem að sögn Brady koma að rannsókninni með einum eða öðrum hætti.
Fjölskylda Jóns Þrastar telur hugsanlegt að hann hafi verið myrtur af launuðum leigumorðingja í Dyflinni á Írlandi fyrir mistök.
Leigumorðingjanum hafi verið ætlað að myrða annan Íslending sem heimsótti Írland á sama tíma.
Brady segir lögregluna skoða alla möguleika og vísbendingar sem koma á þeirra borð, en hann getur ekki tjáð sig frekar um einstaka anga rannsóknarinnar.
Aðspurður hvers vegna írska lögreglan kemur til landsins á þessum tímapunkti og rannsakar málið, segir Brady samstarf lögreglu beggja landa nánara nú en áður.
Írskir og íslenskir lögreglumenn komu saman nýlega í höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi og ræddu rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar.
„Við verðum að fá svör fyrir fjölskyldu Jóns Þrastar, þau eru mikilvæga fólkið í þessu máli. Engin fjölskylda ætti að þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir Alan Brady.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.