Nýjungar í gufunni og sundlaugarpartý í ágúst

Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir gesti geta átt von …
Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir gesti geta átt von á nýjungum í ágúst. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson/Árni Sæberg

Nýj­ar renni­braut­ir og inn­rauður sánu­klefi eru meðal þeirra nýj­unga sem unnið er að í Vest­ur­bæj­ar­laug og stend­ur til að opni í ág­úst.

Nýtt sánu­fyr­ir­komu­lag hef­ur orðið kveikja að hug­mynda­sam­keppni um það hvernig sánu­klef­un­um muni vera skipt.

Þetta sagði Anna Krist­ín Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Vest­ur­bæj­ar­laug­ar, þegar blaðamaður ræddi við hana í Vest­ur­bæj­ar­laug fyrr í dag.

Tvær renni­braut­ir leysi þá gömlu af hólmi

„Það eiga að koma tvær nýj­ar renni­braut­ir, en þær verða lík­leg­ast ekki komn­ar til lands­ins fyrr en í lok ág­úst vegna tafa hjá fram­leiðanda,“ seg­ir Anna.

Rauða renni­braut­in sem sett hef­ur sterk­an svip á sund­laug­ar­bakk­ann í yfir 30 ár muni standa vakt­ina þangað til.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Vesturbæjarlaug síðan í apríl.
Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir í Vest­ur­bæj­ar­laug síðan í apríl. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Inn­rauður sánu­klefi bæt­ist við

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á sánu­rými laug­ar­inn­ar, en til stend­ur að inn­rauður sánu­klefi með fram­hlið úr gleri verði til­bú­inn í ág­úst að sögn Önnu.

Hann sé með þeim stærri á land­inu, en óvíst sé hvort hann slái inn­rauða klef­an­um í Lága­fells­laug við þegar kem­ur að stærð.

Innrauði sánuklefinn er farinn að taka á sig mynd.
Inn­rauði sánu­klef­inn er far­inn að taka á sig mynd. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hug­mynda­söfn­un vegna nýs sánu­fyr­ir­komu­lags

„Fólk var mis­sátt þegar gömlu sánu­klefarn­ir voru rifn­ir,“ seg­ir Anna, en unnið sé að nýju fyr­ir­komu­lagi þeirra vegna.

„Eins og er stend­ur yfir hug­mynda­söfn­un um það hvernig fyr­ir­komu­lagið verði í þess­um nýju klef­um - það gæti verið ein þögul sána og ein ekki, ein ilmsána og ein venju­leg, eða eitt­hvað allt annað.“

Hug­mynda­söfn­un­in fer nú fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hand­klæðaskylda verði tek­in upp í sán­un­um, og því eins gott að muna eft­ir hand­klæði. „Ef maður gleym­ir því verður maður bara að sætta sig við eimbaðið,“ seg­ir Anna.

Hún seg­ir að fyr­ir­komu­lagið um sér­sánu fyr­ir karla og kon­ur gæti hald­ist óbreytt, en það velti á kosn­ing­um milli vin­sæl­ustu hug­mynd­anna úr hug­mynda­söfn­un­inni sem efnt verði til seinna í sum­ar.

Innrauðri sánu verður bætt við þær sánur sem fyrir eru.
Inn­rauðri sánu verður bætt við þær sán­ur sem fyr­ir eru. Tölvu­teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Stemn­ings­lýs­ing og sund­laugarpartý

„Svo stend­ur til að setja upp stemn­ings­lýs­ingu í grind­verkið til þess að laug­in verði nota­legri,“ seg­ir Anna, en hug­mynd­in hafi komið upp í hver­fis­kosn­ingu fyr­ir nokkru síðan.

„Síðan ætl­um við að halda partý, eða teiti, seinnipart ág­úst þegar renni­braut­irn­ar verða mætt­ar í hús og sán­urn­ar til­bún­ar.“

Nýrri lýsingu er ætlað að gera Vesturbæjarlaug notalegri.
Nýrri lýs­ingu er ætlað að gera Vest­ur­bæj­ar­laug nota­legri. Ljós­mynd/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert