Yfirleitt skýjað og þurrt

Í dag má bú­ast við norðaust­an 5-13 metr­um á sek­úndu en hæg­ari suðvest­an til. Súld eða rign­ing verður með köfl­um en úr­komum­inna sunn­an- og vest­an­lands.

Það bæt­ir í vætu sunn­an- og vest­an til á morg­un en dreg­ur úr úr­komu á Norður- og Aust­ur­landi.

Hiti verður í bil­inu 7 til 16 stig, sval­ast aust­an­lands.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands seg­ir að skammt norðaust­ur af Fær­eyj­um sé lægð og frá henni liggi lægðardrag til vest­urs.

Þannig ráði norðaust­læg­ar átt­ir ríkj­um á land­inu í dag. Yf­ir­leitt verði stinn­ings­gola eða kaldi en sums staðar strekk­ing­ur norðvest­an til og við suðaust­ur­strönd­ina.

Rign­ing og súld verði norðaust­an og aust­an­lands en ann­ars yf­ir­leitt skýjað og þurrt að kalla.

Á morg­un dragi úr vætu fyr­ir aust­an en bú­ast megi við dá­lít­illi rign­ingu á Suður- og Vest­ur­landi.

Litl­ar breyt­ing­ar verði á stöðu veðra­kerf­anna í kring­um okk­ur fram yfir miðja viku og því megi bú­ast við svipuðu veðri, aust­læg­um átt­um og víða vætu.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert