22 sagt upp hjá Samkaupum

Samkaup.
Samkaup. Ljósmynd/Samkaup

Tutt­ugu og tveim­ur starfs­mönn­um á skrif­stofu Sam­kaupa var sagt upp í dag. For­stjóri Sam­kaupa seg­ir aðgerðirn­ar vera lið í hagræðing­araðgerðum.

Ekki er gert ráð fyr­ir frek­ari upp­sögn­um í tengsl­um við skipu­lags­breyt­ing­arn­ar.

Þetta seg­ir Heiður Björk Friðbjörns­dótt­ir, for­stjóri Sam­kaupa, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Upp­sagn­irn­ar ná til starfs­fólks á skrif­stofu og yf­ir­stjórn­ar fé­lags­ins en hafa eng­in áhrif á starfs­fólk versl­ana. Þá snerta upp­sagn­irn­ar all­ar deild­ir skrif­stofu.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir forstjóri Samkaupa segir uppsagnirnar vera lið í …
Heiður Björk Friðbjörns­dótt­ir for­stjóri Sam­kaupa seg­ir upp­sagn­irn­ar vera lið í hagræðing­araðgerðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Rekstr­arniðurstaða und­ir vænt­ing­um

Heiða seg­ir að rekstr­arniðurstaða Sam­kaupa á síðasta ári hafi verið und­ir vænt­ing­um. Hún tek­ur jafn­framt fram að mik­il­vægt sé að skapa svig­rúm í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins til að efla og auka þjón­ustu.

„Þess­ar hagræðing­araðgerðir eru liður í því að tryggja áfram­hald­andi rekstr­ar­grunn okk­ar sem styður okk­ur í að veita viðskipta­vin­um okk­ar góða þjón­ustu,“ skrif­ar Heiður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert