Ekkert fast í hendi með stúkumál

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við fyrstu skóflustungu að breyttum Laugardalsvelli …
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við fyrstu skóflustungu að breyttum Laugardalsvelli á síðasta ári. Eyþór Árnason

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á flóðljós­um Laug­ar­dalsvall­ar og því næst er stefnt að end­ur­bót­um á bún­ings­klef­um.

Þor­vald­ur Örlygs­son, formaður KSÍ, seg­ir ekk­ert fast í hendi með stúku­mál.

„Þetta fer eft­ir borg og ríki, við hefj­um viðræður þar,“ seg­ir Þor­vald­ur Örlygs­son aðspurður.

Full­trú­ar rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar, KSÍ og Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands und­ir­rituðu síðasta haust sam­eig­in­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu um þjóðarleik­vanga fyr­ir knatt­spyrnu og frjálsíþrótt­ir í Laug­ar­dal.

Þá vígði kvenna­landsliðið nýtt gras á Laug­ar­dals­velli í upp­hafi mánaðar. Var það fyrsta skref í framtíðar­upp­bygg­ingu vall­ar­ins. 

Ljósa- og klefa­mál næst á dag­skrá

Ráðist hef­ur verið í fram­kvæmd­ir á flóðljós­um vall­ar­ins, þar sem við lagn­ingu nýja grass­ins var völl­ur­inn færður um átta metra. Unnið er að því að stilla ljós­in með til­liti til nýrr­ar legu vall­ar­ins.

Að sögn Þor­vald­ar er stefnt á að fram­kvæmd­um ljúki fyr­ir leiki Íslands í undan­keppni HM í sept­em­ber. Því næst verður ráðist í end­ur­bæt­ur á bún­ings­klef­um vall­ar­ins, en Þor­vald­ur seg­ir það nauðsyn­lega fram­kvæmd.

Ekki er búið að fjár­magna end­ur­bæt­urn­ar. Þess vegna seg­ir Þor­vald­ur ótíma­bært að segja til um tím­aramma á þeirri aðgerð, en hann von­ast til að það verði sem fyrst.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, og Guðmundur …
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri, Þor­vald­ur Örlygs­son, formaður KSÍ, og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, við vígslu nýs grass á Laug­ar­dals­velli. mbl.is/​Karítas

Óvíst með stúk­ur vall­ar­ins

Þor­vald­ur seg­ir tíma og fjár­magn ráða því hvernig fram­kvæmd­um á nýj­um og end­ur­bætt­um stúk­um Laug­ar­dalsvall­ar verði háttað. 

„Það er ekk­ert komið fast í hendi í þeim efn­um. Það er auðvitað í framtíðaráform­um vall­ar­ins að bæta við norður- og suður­stúk­um. Við erum í viðræðum við borg og ríki um þessi mál í fram­hald­inu,“ seg­ir Þor­vald­ur jafn­framt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert