Íslensk hampfræ týnd á hafi úti

Til stóð að geimflaugin myndi lenda nálægt Havaí.
Til stóð að geimflaugin myndi lenda nálægt Havaí. Samsett mynd/Ljósmynd/Unsplash/Genoplant

MayaSat-1 fræ­geym­ir­inn sem var skotið upp með SpaceX-flaug­inni Falcon 9 er týnd­ur á hafi úti eft­ir að vís­inda­menn misstu sam­band við geim­flaug­ina nokkr­um mín­út­um fyr­ir fyr­ir­hugaða lend­ingu.

Þetta seg­ir Meta Pahernik, stofn­andi Greina rann­sókn­ar­set­urs. 

Flaug­in fór þrjá hringi um jörðina áður en hún hóf lend­ingu, en til stóð að hún myndi lenda ná­lægt Havaí laust fyr­ir klukk­an 1 í nótt.

Misstu sam­band við flaug­ina í lend­ingu

Vel tókst til í flug­tak­inu og ferðalag­inu kring­um jörðina að sögn Pahernik. Í lend­ing­unni hafi eitt­hvað hins veg­ar farið úr­skeiðis og sam­band við flaug­ina slitnað rúm­um þrem­ur klukku­stund­um frá flug­taki.

„Von­andi end­ur­heimta þau flaug­ina svo við get­um rann­sakað líf­sýn­in sem þar voru um borð,“ seg­ir hún.

Verk­efn­inu var ætlað að end­ur­heimta plöntu­vefi og fræ úr geimn­um í fyrsta sinn til þess að at­huga áhrif geim­geisl­un­ar á getu þeirra til að spíra og fjölga sér.

Um borð í flaug­inni var fræ­geym­ir­inn MayaSat-1, en meðal þeirra 980 líf­sýna sem hann geym­ir eru ís­lensk hamp­fræ.

Fram kem­ur á vef verk­efn­is­ins að unnið sé að end­ur­tekt þess eins fljótt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert