Kópavogur einn undir verðbólgu

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er póli­tísk ákvörðun að lækka fast­eigna­skatta og önn­ur fast­eigna­gjöld,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en fast­eigna­gjöld í Kópa­vogi eru að meðaltali um­tals­vert lægri en hjá öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Kópa­vog­ur er einnig eina sveit­ar­fé­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu, og víðar raun­ar, sem ekki hef­ur hækkað fast­eigna­gjöld um­fram verðbólgu und­an­far­in fjög­ur ár.

„Við höf­um farið í þess­ar skatta­lækk­an­ir á hverju ein­asta ári og gengið nokkuð langt í þeim efn­um með hagræðingu í rekstri á móti. Þess­ar áhersl­ur end­ur­spegl­ast í því að Kópa­vogs­bú­ar greiða al­mennt lægri fast­eigna­gjöld en flest önn­ur sveit­ar­fé­lög, þrátt fyr­ir að fast­eigna­matið í Kópa­vogi sé al­mennt hátt.“

Fast­eigna­gjöld á höfuðborg­ar­svæðinu eru að meðaltali hæst á Seltjarn­ar­nesi, en á ár­un­um 2021-2025 hafa þau mest hækkað í Mos­fells­bæ.

„Sveit­ar­fé­lög eiga að bera virðingu fyr­ir því fjár­magni sem fólk vinn­ur sér inn og það er mik­il­vægt að líta ekki á það sem sjálf­sagðan hlut að sveit­ar­fé­lög eða ríki taki sí­fellt stærri hlut til sín,“ seg­ir Ásdís.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 6 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert