Páll stefnir RÚV út af byrlunarmálinu

Páll Steingrímsson hefur stefnt RÚV.
Páll Steingrímsson hefur stefnt RÚV. mbl.is/samsett mynd

Páll Stein­gríms­son, fyrr­ver­andi skip­stjóri hjá Sam­herja, hef­ur höfðað mál gegn Rík­is­út­varp­inu ohf. fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur og krefst 4 millj­óna króna í miska­bæt­ur út af byrlun­ar­mál­inu svo­kallaða.

Málið teng­ist meintu broti gegn friðhelgi einka­lífs hans, þar sem starfs­menn RÚV eiga að hafa af­ritað síma hans og komið gögn­um úr hon­um í hend­ur annarra fjöl­miðla. Blaðamenn RÚV voru Þóra Arn­órs­dótt­ir, þáver­andi frétta­stjóri frétta­skýr­ing­arþátt­ar­ins Kveiks, og Arn­ar Þór Þóris­son. 

Sam­kvæmt stefn­unni veikt­ist Páll al­var­lega vorið 2021 eft­ir að fyrr­ver­andi eig­in­kona hans, sem glím­ir við geðræn veik­indi, hafði gefið hon­um lyfjaðan bjór. Meðan hann lá á gjör­gæslu komst kon­an yfir farsíma hans og af­henti starfs­manni RÚV hann.

Sím­inn var að sögn af­ritaður í Útvarps­hús­inu við Efsta­leiti og gögn úr hon­um notuð til frétta­gerðar, meðal ann­ars hjá öðrum miðlum sem fjölluðu um svo­kallaða „skæru­liðadeild Sam­herja“.

Hafi brotið gegn stjórn­ar­skrá

Sex blaðamenn, þar af tveir frá RÚV, fengu stöðu sak­born­inga í rann­sókn lög­reglu sem stóð yfir í fjög­ur ár. Í janú­ar 2025 ákvað rík­is­sak­sókn­ari að hætta rann­sókn máls­ins að því er varðaði fjöl­miðlamenn­ina, meðal ann­ars vegna fyrn­ing­ar brota og skorts á sönn­un­ar­gögn­um um hlut­deild hvers og eins.

Hins veg­ar var ákveðið að halda áfram rann­sókn á fyrr­ver­andi eig­in­konu stefn­anda.

Páll held­ur því fram að með af­rit­un og dreif­ingu gagna úr sím­an­um hafi starfs­menn RÚV brotið gegn hegn­ing­ar­lög­um, stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Stefnt að þing­fest­ingu á fimmtu­dag

Hann tel­ur brotið hafa valdið sér veru­leg­um miska og að um hafi verið að ræða ásetn­ings­brot sem skapi skaðabóta­skyldu.

Með bréfi þann 28. maí 2025 bauð Páll RÚV sátt í mál­inu, en því boði var hafnað.

Því tel­ur hann sig knú­inn til að leita rétt­ar síns fyr­ir dóm­stól­um. Stefnt er að þing­fest­ingu máls­ins á fimmtu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert