Sektaður fyrir að halda fé í Grindavík

Sektaður fyrir að halda sauðfé í Grindavík
Sektaður fyrir að halda sauðfé í Grindavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

At­vinnu­vegaráðuneytið hef­ur staðfest ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar um að sekta sauðfjár­bónda um 240 þúsund krón­ur fyr­ir að hafa haldið fé sitt á óör­ugg­um tún­um í Grinda­vík síðasta sum­ar og brjóta þar með gegn lög­um um vel­ferð dýra.

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu en í hon­um er for­saga máls­ins rak­in.

Í maí á síðasta ári bár­ust MAST tvær ábend­ing­ar um sauðfé bónd­ans. Sú fyrri sneri að því að hann væri með sauðfé í Grind­vík sem gengi laust um sprungu­svæði og hafi farið um tún sem Al­manna­varn­ir höfðu flokkað hættu­legt vegna stórr­ar sprungu.

Sú seinni sneri að því að girðing­ar bónd­ans væru í ólagi þar sem kind­urn­ar hans væru komn­ar á tún í annarra manna eigu.

Eitt lamb lést vegna girðing­ar­inn­ar

Fóru eft­ir­lits­menn MAST á vett­vang og gerðu skoðun­ar­skýrslu um málið.

Kom í ljós að girðing­in utan um féð var ekki fjár­held þar sem hún byði upp á mikla slysa­hættu fyr­ir sauðfé sem væri ít­rekað að fest­ast í henni. Or­sakaðist það af því að fiskinet var notað sem girðing­ar­efni en fram kem­ur að eitt lamb hafi lát­ist vegna þessa.

Vegna þess að girðing­in var ekki fjár­held komst sauðfé einnig á svæði þar sem finna má sprung­ur en við eft­ir­lit MAST voru tvær kind­ur utan girðing­ar­inn­ar.

Eitt lamb dó eftir að hafa fests í girðingunni.
Eitt lamb dó eft­ir að hafa fests í girðing­unni. mbl.is/Á​sdís

Kind­in fór var­lega yfir sprung­una

Farið var fram á að bónd­inn flytti fé sitt úr Grinda­vík eigi síðar en 3. júní 2024 en ekk­ert varð úr því.

Bónd­inn bauð MAST hins veg­ar að fylgja eft­ir­litsaðilum í skoðun­ar­ferð um túnið til þess að sýna að þar væru eng­ar sprung­ur. Þá áréttaði stofn­un­in að þrátt fyr­ir að eng­ar sprung­ur hafi verið á tún­inu hans þá væru sprung­ur í kring­um túnið og girðing­in væri ekki fjár­held þar sem kind­ur hans hefðu sést utan girðing­ar­inn­ar.

Þá mun bónd­inn hafa bent á að ein kind hefði ekki hald­ist inn­an girðing­ar en hún færi þó alltaf var­lega yfir sprung­urn­ar.

Neydd­ist til að færa féð til Grinda­vík­ur

Starfs­mönn­um MAST virðist ekki hafa þótt mikið til þeirra röka koma því úr varð að stofn­un­in lagði 240 þúsund króna stjórn­valds­sekt á bónd­ann sem að hann kærði til At­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins.

Í sjón­ar­miði bónd­ans í kær­unni kom meðal ann­ars fram að hann teldi sekt­ar­upp­hæðina of háa með til­liti til al­var­leika ágrein­ings­atriða.

Þá áréttaði hann að hann hafi neyðst til þess að flytja sauðfé sitt til Grinda­vík­ur á þess­um tíma þar sem hann hefði aðeins fengið húsa­skjól fyr­ir sauðfé í Reykja­vík í tak­markaðan tíma og hafi, á þess­um tíma­punkti, orðið að losa það hús­næði enda sauðburður bú­inn.

Bóndinn sagðist hafa neyðst til þess að flytja sauðfé sitt …
Bónd­inn sagðist hafa neyðst til þess að flytja sauðfé sitt til Grinda­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í sam­ræmi við regl­ur

Ráðuneytið komst að þeirri niður­stöðu að kær­andi hefði lagt dýr­in í hættu með því að halda þeim í Grinda­vík við aðstæður sem lýst er í skoðana­skýrsl­um Mat­væla­stofn­un­ar og að stjórn­sýslu­ákvörðunin að sekta bónd­ann hafi verið rétt­mæt.

Í ákvörðun ráðuneyt­is­ins kom sömu­leiðis fram að ekki verði annað ráðið af gögn­um máls­ins en að sektar­fjár­hæðin hafi verið ákveðin í sam­ræmi við þær verklags­regl­ur sem stofn­un­in fylg­ir í stjórn­valds­sekt­ar­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert