Benedikt nýr skólameistari VMA

Benedikt Barðason er nýr skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.
Benedikt Barðason er nýr skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Ljósmynd/Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bene­dikt Barðason er nýr skóla­meist­ari Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri. Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra skipaði Bene­dikt í embættið til fimm ára, frá 1. ág­úst næst­kom­andi. 

Bene­dikt var val­inn úr hópi þriggja um­sækj­anda en starfið var aug­lýst laust til um­sókn­ar í apríl síðastliðnum. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu. 

Bene­dikt hef­ur starfað við skól­ann síðastliðin 25 ár sem kenn­ari, áfanga­stjóri, aðstoðarskóla­meist­ari og sem sett­ur skóla­meist­ari. Bene­dikt var einnig sett­ur skóla­meist­ari í Fram­halds­skól­an­um á Laug­um síðastliðið ár. 

Bene­dikt er með meist­ara­gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu frá Há­skóla Íslands auk kennslu­rétt­inda frá Kenn­ara­há­skóla Íslands. Hann lauk grunn­námi í efna­tækni­fræði við Há­skól­ann í Ála­borg og er með diplómu í iðnrekstr­ar­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert