Eldur í rútu er flutti unga knattspyrnumenn

Eldur kom upp í vélarrými rútu sem flutti drengi úr …
Eldur kom upp í vélarrými rútu sem flutti drengi úr fjórða flokki KA.

Eld­ur kom upp í rútu sem flutti 13 og 14 ára knatt­spyrnu­menn úr 4. flokki KA í nótt. Voru þeir á á heim­leið eft­ir leik við Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ þegar í ljós kom eld­ur í vél­ar­rými rút­unn­ar á Öxna­dals­heiði.   

Sæv­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri KA seg­ir að kviknað hafi í raf­geymi í rút­unni. „Það var eng­in hætta á ferð,“ seg­ir Sæv­ar. 

Sævar Pétursson er framkvæmdastjóri KA og fyrrverandi leikmaður með m.a. …
Sæv­ar Pét­urs­son er fram­kvæmda­stjóri KA og fyrr­ver­andi leikmaður með m.a. Val, Breiðabliki og Fram.

Fannst þetta sport 

Hann seg­ir að rútu­fyr­ir­tækið SBA hafi brugðist mjög hratt við og sent nýja rútu um hæl.

„Bíl­stjór­inn slökkti eld­inn í raf­geym­in­um og það var kom­in rúta frá SBA um hálf­tíma síðar til að flytja gutt­ana heim. Strák­un­um var ekk­ert brugðið, þeim fannst þetta bara sport. Eld­ur­inn fór ekk­ert inn í rút­una. Þeir sáu þetta þegar húddið var opnað að fram­an,“ seg­ir Sæv­ar.

Að sögn hans kom viðgerðarmaður með nýj­an raf­geymi og að rút­unni sem bilaði hafi verið ekið stuttu síðar inn á Ak­ur­eyri. Útlit sé fyr­ir að tjón hafi því ekki verið mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert