Fasteignaskattslækkun felld

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir/Hallur Már

Tvær áþekk­ar til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um lækk­un á álagn­ing­ar­hlut­falli fast­eigna­skatta voru felld­ar af meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í gær.

Mark­mið til­lagna minni­hluta­flokk­anna var að fast­eigna­gjöld stæðu í stað, þrátt fyr­ir um 10% hækk­un fast­eigna­mats í höfuðborg­inni.

„Það er full ástæða til að var­ast ákefð Sam­fylk­ing­ar í skatta­mál­um þessi miss­er­in,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti sjálf­stæðismanna í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ekki ein­ung­is munu borg­ar­bú­ar horfa fram á fjórðu krónu­tölu­hækk­un sinna fast­eigna­skatta um næstu ára­mót, held­ur hef­ur formaður flokks­ins ný­verið boðað auðlinda­gjald á hita­veit­una. Við leggj­umst auðvitað al­farið gegn hug­mynd­um af þessu tagi en Sam­fylk­ing er að okk­ar mati fyr­ir löngu kom­in með lúk­urn­ar á oln­boga­dýpt ofan í budd­ur borg­ar­búa.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert