Ferjað í land á friðlýstu svæði

Skemmtiferðaskipið Seabourn Venture skammt undan landi við fossinn Dynjanda.
Skemmtiferðaskipið Seabourn Venture skammt undan landi við fossinn Dynjanda. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

„Það er tak­mörk­un á einu svæði hjá okk­ur hvað varðar aðkomu frá sjó, en það er Horn­strandafriðland. Það er eini staður­inn þar sem fót­ur­inn hef­ur verið sett­ur niður varðandi þetta,“ seg­ir Sigrún Ágústs­dótt­ir for­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hún var spurð hvort það sam­ræmd­ist regl­um að skemmti­ferðaskip kæmu upp und­ir land­steina og ferjuðu fólk í land þar sem friðlýs­ing er í gildi, en eins og mynd­in sýn­ir er skemmti­ferðaskip skammt und­an landi í Dynj­andis­vogi.

Á sín­um tíma voru Dynj­andi og aðrir foss­ar í Dynj­and­isá í Arnar­f­irði, ásamt um­hverfi þeirra við Dynj­andis­vog, friðlýst­ir. Eng­ar regl­ur tak­marka slík­ar heim­sókn­ir af sjó, að Horn­strandafriðlandi und­an­skildu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert