Gullni hringurinn laus við glæpagengið

Vasaþjófnaðarbylgjan sem reið yfir Þingvelli í vor er yfirstaðin.
Vasaþjófnaðarbylgjan sem reið yfir Þingvelli í vor er yfirstaðin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem glæpa­gengið sem plagaði gesti við gullna hring­inn með vasaþjófnaði um rúm­lega tveggja ára skeið sé farið af landi brott. 

Þetta seg­ir Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen, þjóðgarðsvörður Þing­valla, í sam­tali við mbl.is.

Eng­in til­felli vasaþjófnaðar hafi komið upp á Þing­völl­um né við Gull­foss og Geysi síðan í vor.

Einar Á. E. Sæmundsen er þjóðgarðsvörður Þingvalla.
Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen er þjóðgarðsvörður Þing­valla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Síðasta bylgj­an í vor

„Það var eins og það hefði komið ein­hver bylgja frá janú­ar-fe­brú­ar fram í lok mars-byrj­un apríl, um átta vikna skeið, sem hafi síðan fjarað út. Við höf­um alla­vega ekki orðið vör við það síðan þá,“ seg­ir Ein­ar. 

Hann seg­ir glæpa­gengi hafa herj­ar á gesti Þing­valla með vasaþjófnaði, en þau hafi einnig stundað vasaþjófnað á Gull­fossi og Geysi á svipuðum tíma. 

„Það var á þeim tíma sem við sett­um upp þessi skilti, til þess að láta þjóf­ana vita að það er fylgst með þeim,“ seg­ir Ein­ar. 

Að sögn Ein­ars hafa hann og aðrir land­gæsluaðilar við gullna hring­inn grun um að ein­hver glæpa­gengj­anna sem um er að ræða hafi fært sig úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert