Nám fyrir einhverft ungt fólk hefst í haust

Á myndinni eru þau sem koma að verkefninu, frá vinstri: …
Á myndinni eru þau sem koma að verkefninu, frá vinstri: Brynja Björk Magnúsdóttir, dósent við sálfræðideild HR. Bettý Ragnarsdóttir, forstöðukona Sálfræðisetursins við HR, Óskar Guðmundsson, varamaður í stjórn einhverfusamtakanna, Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Gréta Matthíasdóttir, forstöðukona nemendaþjónustu, Grischa Liebel, dósent við tölvunarfræðideild HR, Ingunn Unnsteinsdóttir, forstöðukona Opna háskólans. Ljósmynd/Aðsend

Ný og sér­hönnuð náms­lína, For­rit­un fyr­ir ein­hverft ungt fólk, verður kennd í fyrsta sinn við Opna há­skól­ann í Há­skól­an­um í Reykja­vík í byrj­un sept­em­ber. Um er að ræða nýtt mennt­unar­úr­ræði sem miðar að því að veita ein­stak­ling­um með ein­hverfu jöfn tæki­færi til náms, starfsþjálf­un­ar og þátt­töku í sam­fé­lag­inu.

Náms­lín­an er ætluð ein­stak­ling­um 18 ára og eldri og sam­ein­ar tækni­lega færni, svo sem grunn­for­rit­un og gagna­úr­vinnslu, við mark­viss­an fé­lags­leg­an og per­sónu­leg­an stuðning. Námið fer fram í litl­um hóp­um þar sem lögð er áhersla á ein­stak­lings­miðaða nálg­un, sveigj­an­leika og að virkja styrk­leika hvers og eins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Verk­efn­in eru áhuga­sviðstengd og hag­nýt, m.a. má nefna þróun leikja og grein­ingu gagna. Að námi loknu fá nem­end­ur skrif­lega viður­kenn­ingu fyr­ir þátt­töku.

Náms­lín­an er hluti af verk­efni sem nýt­ur stuðnings frá Ein­hverf­u­sam­tök­un­um, Vinnu­mála­stofn­un, ÖBÍ og VIRK. Hún er kennd af sér­fræðing­um í tölv­un­ar­fræði og studd af nem­end­um og fag­fólki úr sál­fræðideild HR.

Fá stuðning frá öðrum nem­end­um

Nem­end­ur í klín­ískri sál­fræði við HR munu gegna hlut­verki mentora og veita nem­end­um náms­lín­unn­ar stuðning. Bettý Ragn­ars­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur (cand.psych) og verðandi for­stöðukona Sál­fræðiset­urs­ins við Há­skól­ann í Reykja­vík, sem hefst starf­semi í haust, seg­ir slík­an stuðning nauðsyn­leg­an til að auðvelda ungu, ein­hverfu fólki inn­göngu í há­skólaum­hverfið.

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að með þess­um stuðningi verði stökkið við að koma inn í há­skólaum­hverfið minna yfirþyrm­andi. Hlut­verk mentora get­ur verið margþætt, meðal ann­ars að veita náms­leg­an stuðning, aðstoða nem­end­ur við að skipu­leggja námið, kenna þeim ákveðna náms­tækni og þess hátt­ar. Einnig sjá­um við fyr­ir okk­ur að mentor­ar geti veitt hvatn­ingu og hjálpað nem­end­um að tak­ast á við kvíða og óör­yggi sem teng­ist námi. Og að lok­um að þeir geti verið brú í sam­skipt­um við kenn­ara eða aðra aðila inn­an há­skól­ans,“ seg­ir Bettý.

Fram­takið mik­il­vægt skref

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, sér­fræðing­ur í at­vinnu­tæki­fær­um fatlaðs fólks hjá Vinnu­mála­stofn­un, fagn­ar fram­tak­inu og seg­ir það mik­il­vægt skref í átt að auk­inni sam­fé­lagsþátt­töku. „Það er ótrú­lega gleðilegt og mik­il­vægt að ein­hverfu fólki bjóðist nám sem tek­ur sér­stak­lega mið af þeirra þörf­um. Námið er mik­il­væg­ur lyk­ill að frek­ari þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Að Opni há­skól­inn taki slíka ákvörðun er gríðarlega mik­il­vægt skref og til mik­ill­ar eft­ir­breytni,“ seg­ir Sara Dögg.

Óskar Guðmunds­son, varamaður í stjórn Ein­hverf­u­sam­tak­anna, tek­ur í sama streng. „Ein­hverf­u­sam­tök­in eru mjög ánægð með það frum­kvöðlastarf sem Opni há­skól­inn og Há­skól­inn í Reykja­vík eru að vinna og end­ur­spegl­ast í þessu metnaðarfulla nám­skeiði. Námið er nýr og mik­il­væg­ur val­kost­ur fyr­ir ein­hverfa ein­stak­linga á öll­um aldri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert