Senda þjóðinni skilaboð um varnarmál

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland, …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, birtu sameiginlega tilkynningu. Eyþór Árnason

For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna skrifuðu og sendu frá sér sam­eig­in­lega frétta­til­kynn­ingu í morg­un um ör­ygg­is- og varn­ar­mál.

Kem­ur þar meðal ann­ars fram að mark­miðið sé að árið 2035 muni Ísland verja 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Gróf­lega áætlað séu fram­lög­in nú um helm­ingi minni í hlut­falli við lands­fram­leiðslu.

Aðild Íslands að Atlants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in verði áfram grunnstoðir í ut­an­rík­is­stefnu Íslands.

„Á sviði áfallaþols búum við yfir þekk­ingu og kunn­áttu. Þar eru al­manna­varn­ir og björg­un­ar­sveit­irn­ar okk­ar í broddi fylk­ing­ar. En einnig er þörf á að efla Land­helg­is­gæslu Íslands, eft­ir­lit á landa­mær­um, netör­yggi, lög­gæslu og aðra þætti í rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Þá er nauðsyn­legt að auka áfallaþol með því að byggja upp og verja innviði sem snúa að orku, fjar­skipt­um og sam­göng­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert