SÍ sammála úttekt Ríkisendurskoðunar

Í úttektinni kemur meðal annars fram að SÍ hafi ekki …
Í úttektinni kemur meðal annars fram að SÍ hafi ekki tekist að ná þeim markmiðum sem stefnt var að við setningu laga um sjúkratryggingar árið 2008. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ) eru í meg­in­at­riðum sam­mála áhersl­um og ábend­ing­um stjórn­sýslu­út­tekt­ar Rík­is­end­ur­skoðunar þar sem varpað er ljósi á dökka stöðu SÍ.

„Sjúkra­trygg­ing­ar fagna ábend­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar og eru í meg­in­at­riðum sam­mála áhersl­um og ábend­ing­um skýrsl­unn­ar. Ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar eru gagn­leg­ar fyr­ir Sjúkra­trygg­ing­ar sem og önn­ur stjórn­völd í þeirri vinnu sem framund­an er,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SÍ.

Í út­tekt­inni kem­ur meðal ann­ars fram að SÍ hafi ekki tek­ist að ná þeim mark­miðum sem stefnt var að við setn­ingu laga um sjúkra­trygg­ing­ar árið 2008.

Tölu­vert vanti upp á að ná mark­miðum um mark­viss þjón­ustu­kaup og styrk­ingu rík­is­ins sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu. Eft­ir­lits­deild SÍ hafi held­ur aldrei orðið að þeirri öfl­ugu ein­ingu sem stefnt hafi verið að, en deild­in hef­ur verið lögð niður.

Þá seg­ir einnig í út­tekt­inni að SÍ ráði ekki yfir þeirri þekk­ingu og mannauði sem þurfi til að gera nauðsyn­leg­ar þarfa- og kostnaðargrein­ing­ar í tengsl­um við samn­inga.

Einnig er tekið fram að eft­ir­lit með fram­kvæmd samn­inga SÍ hafi verið brota­kennt og á tíma­bili jafn­vel ekki verið til staðar.

Þegar hafið inn­leiðingu á til­lög­un­um

„Sjúkra­trygg­ing­ar telja mik­il tæki­færi til staðar til að bæta samn­ings­gerð og eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SÍ.

Er þar nefnt að Sjúkra­trygg­ing­ar hafi þegar hafið inn­leiðingu á hluta til­lagna Rík­is­end­ur­skoðunar. Tekið er dæmi um um­fangs­mikl­ar skipu­lags­breyt­ing­ar sem voru gerðar ný­verið með það að mark­miði að styrkja samn­inga­svið stofn­un­ar­inn­ar.

„Sjúkra­trygg­ing­ar taka, líkt og heil­brigðisráðuneytið, einnig und­ir það mat Rík­is­end­ur­skoðunar að mik­il­vægt sé að styrkja Sjúkra­trygg­ing­ar sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu og hef­ur ráðuneytið þegar ákveðið að styrkja samn­inga og eft­ir­lits­svið Sjúkra­trygg­inga varna­lega um 60 m.kr. á árs­grund­velli.“

Í yf­ir­lýs­ingu SÍ fylgja form­leg viðbrögð stofn­un­ar­inn­ar við niður­stöðum og ábend­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar og má sjá þau hér að neðan.

Ábend­ing 1: Styrkja þarf stöðu Sjúkra­trygg­inga við samn­inga­gerð

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir ábend­ing­una. Sjúkra­trygg­ing­ar hafa und­an­farið ár unnið að því að efla svið samn­inga og sam­hæf­ing­ar með það að mark­miði að styrkja fag­lega getu og auka skil­virkni. Sam­hliða því hafa verið skil­greind­ar ná­kvæm­ari starfs­lýs­ing­ar, lyk­il­mála­flokk­ar og ábyrgðarsvið, sem skapa skýra verka­skipt­ingu og efla innra sam­starf. Með þessu hef­ur tek­ist að byggja upp sterk þverfag­leg samn­ingat­eymi þar sem fjöl­breytt sér­fræðiþekk­ing fagsviða stofn­un­ar­inn­ar er nýtt við und­ir­bún­ing og vinnslu samn­inga. Ljóst er þó að enn þarf að styrkja samn­ings­gerð stofn­un­ar­inn­ar, bæði með því að fjölga sér­fræðing­um og með því að þróa aðferðafræði samn­inga og inn­kaupa með mark­viss­um hætti. Þar skipt­ir miklu máli að á kom­ist auk­inn skýr­leiki varðandi sam­spil laga um sjúkra­trygg­ing­ar og laga um op­in­ber inn­kaup.

Ábend­ing 2: Vanda þarf und­ir­bún­ing samn­inga og fram­kvæma nauðsyn­leg­ar grein­ing­ar vegna þeirra

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir mik­il­vægi þess að efla und­ir­bún­ing samn­inga og grein­ing­ar tengd­ar þeim. Á und­an­förn­um árum hef­ur verið unnið að því að styrkja grein­ing­ar­getu stofn­un­ar­inn­ar með inn­leiðingu gagna­vöru­húss, stofn­un sér­stakr­ar hag­deild­ar (nú teymi gagna og grein­ing­ar á sviði fjár­mála og grein­inga) og ít­ar­legri und­ir­bún­ingi fyr­ir samn­ings­gerð. Ljóst er að efla þarf bæði kostnaðargrein­ingu og þarfagrein­ingu en slíkt er viðamikið verk­efni sem stofn­un­in hef­ur ekki haft nægi­lega sterk­ar fjár­hags­leg­ar for­send­ur til að vinna með full­nægj­andi hætti. Ástæða er þó til að draga fram að í aðdrag­anda samn­ings­gerðar og meðan á samn­ings­gerð stend­ur er unn­in viðamik­il grein­ing­ar­vinna sem nýt­ist vel en þó er nauðsyn­legt að styrkja enn frek­ar grein­ing­ar­getu stofn­un­ar­inn­ar.

Ábend­ing 3: Koma þarf á skýr­um inn­kaupa­ferl­um

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir ábend­ingu um að koma á skýr­ari og form­legri um­gjörð um inn­kaupa­ferla. Einnig er mik­il­vægt að huga að því að vegna eðli þeirra þjón­ustu sem Sjúkra­trygg­ing­ar bera ábyrgð á, er nauðsyn­legt að stofn­un­in hafi ákveðinn sveigj­an­leika í vali á inn­kaupa­ferl­um enda get­ur reynst þörf á að aðlaga kaup á þjón­ustu hverju sinni að aðstæðum og þörf­um not­enda þjón­ust­unn­ar. Ferli sem er of fast­mótað dreg­ur úr sveigj­an­leika og get­ur jafn­vel virkað hindr­andi. Stofn­un­inni þarf því að hafa ákveðið svig­rúm til að velja úr þeim inn­kaupa­ferl­um sem henni standa til boða lög­um sam­kvæmt, enda er það best til þess fallið til að tryggja gæði, ör­yggi og aðgengi að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu hverju sinni.

Ábend­ing 4: Efla þarf eft­ir­lit með kostnaði við samn­inga og nýta við samn­inga­gerð

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir mik­il­vægi þess að styrkja kostnaðareft­ir­lit. Sjúkra­trygg­ing­ar búa yfir ít­ar­leg­um gögn­um um flesta stærri samn­inga og eru þau nýtt með virk­um hætti við samn­ings­gerð. Fylgst er vel með þróun kostnaðar allra samn­inga inn­an rekstr­ar­árs­ins og lagðar fram til­lög­ur um aðgerðir ef þróun kostnaðar samn­inga er um­fram for­send­ur. Hins veg­ar er ljóst að efla þarf getu stofn­un­ar­inn­ar til ít­ar­legri grein­inga á kostnaði. Mik­il tæki­færi eru til að auka og dýpka kostnaðareft­ir­lit en slíkt eft­ir­lit kall­ar á vandaða kostnaðargrein­ingu. Í því sam­hengi hef­ur í ýms­um til­fell­um skort tals­vert á að kostnaðargögn séu aðgengi­leg, sam­ræmd og í þeirri sund­urliðun sem nauðsyn­legt er til að hægt sé að nýta þau við kostnaðargrein­ingu. Í ljósi þessa eru í nýrri samn­ing­um að finna ákvæði sem veita Sjúkra­trygg­ing­um aðgengi að kostnaðargögn­um rekstr­araðila með mun ít­ar­legri hætti en óstaðlaðir árs­reikn­ing­ar gera nú. Ljóst er að byggja þarf enn frek­ar und­ir getu Sjúkra­trygg­inga til að sinna kostnaðargrein­ingu og eft­ir­liti og tryggja að gögn og grein­ing­ar­hæfni séu til staðar í rík­ari mæli en nú er.

Ábend­ing 5: Tryggja þarf skil­virkt eft­ir­lit með samn­ingsaðilum

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir þessa ábend­ingu. Nú stend­ur yfir heild­stæð end­ur­skoðun á öllu fyr­ir­komu­lagi bæði ytra og innra eft­ir­lits hjá stofn­un­inni. Unnið er að því að efla reglu­bundna eft­ir­fylgni með samn­ing­um og inn­leiða áhættumiðað og gagna­drifið eft­ir­lit. Í þessu sam­bandi þarf að leggja aukna áherslu á marg­vís­lega þætti eft­ir­lits s.s. eft­ir­lit gegn svik­semi, eft­ir­lit sem bein­ist að því að draga úr sóun (minnka um­fang svo­kallaðrar lág­v­irðisþjón­ustu) og eft­ir­lit með gæðum þjón­ustu. Unnið er að mót­un áhættu­stefnu og ramma um áhættumat. Nú þegar hef­ur verið gert áhættumat vegna helstu mála­flokka sem Sjúkra­trygg­ing­ar hafa um­sjón með. Þá er unnið að áhættumati fyr­ir ein­staka samn­inga og greiðslur og jafn­framt hafa verið út­bún­ar nýj­ar verklags­regl­ur fyr­ir eft­ir­litið. Þá hafa verið stofnuð sér­stök eft­ir­lit­steymi vegna helstu mála­flokka.

Ábend­ing 6: Styrkja þarf innra eft­ir­lit og inn­leiða innri end­ur­skoðun

Sjúkra­trygg­ing­ar taka und­ir ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar um að styrkja þurfi innra eft­ir­lit og inn­leiða innri end­ur­skoðun. Ný­verið lauk sér­stakri út­tekt sem tek­ur til áhættu­stýr­ing­ar og innra eft­ir­lits Sjúkra­trygg­inga. Á grunni þeirr­ar út­tekt­ar er unnið að aðgerðaáætl­un sem meðal ann­ars mun fela í sér veru­lega styrk­ingu á áhættu­stýr­ingu og innra eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar. Í því sam­hengi mun stofn­un­in einnig móta fyr­ir­komu­lag innri end­ur­skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert