Umdeild byggingaráform Bláskógarbyggðar

Reykholt í Bláskógarbyggð er í næsta nágrenni við áformin.
Reykholt í Bláskógarbyggð er í næsta nágrenni við áformin. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúar og land­eig­end­ur í ná­grenni Engja­holts í landi Fells í Blá­skóga­byggð mót­mæla nú fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á gild­andi aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins og deili­skipu­lagstil­lögu fyr­ir svæðið. Áformin gera ráð fyr­ir að breyta land­búnaðarsvæði í versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði með um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um.

Til­lög­urn­ar fela meðal ann­ars í sér bygg­ingu allt að 100 smá­hýsa eða gisti­húsa, þriggja til fjög­urra hæða hót­els með rými fyr­ir allt að 200 gesti, baðlauga og 15–20 húsa til út­leigu eða sem íbúðar- og/​eða starfs­manna­hús.

Sam­tals get­ur bygg­ing­ar­magnið numið allt að 4.000 fer­metr­um. Gert er ráð fyr­ir að dag­leg­ur fjöldi gesta verði um 400 manns en talið er að hann geti farið yfir 1.000 manns á anna­söm­um dög­um.

Íbúar í ná­grenn­inu telja að fram­kvæmd­un­um fylgi rösk­un á nátt­úru og vist­kerfi svæðis­ins. Þá er bent á að svæðið sé þegar und­ir miklu álagi vegna mik­ill­ar um­ferðar og vin­sælda ferðamannastaða eins og Gull­foss og Geys­is. 

Í kjöl­farið hef­ur verið sett­ur upp und­ir­skrift­arlisti á Ísland.is þar sem þess er kraf­ist að þróun Engja­holts bygg­ist á sjálf­bærni, nátt­úru- og menn­ing­ar­vernd og mannúðleg­um sjón­ar­miðum en ekki á hug­mynd­um um skamm­tíma­hagnað sem geti raskað nátt­úru og sam­fé­lagi.

Fyr­ir­hugaður íbúa­fund­ur á mánu­dag­inn

Vig­fús Þór Hró­bjarts­son, skipu­lags­full­trúi Um­hverf­is- og tækni­sviðs Upp­sveita, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fyr­ir­hugaður íbúa­fund­ur vegna máls­ins verði hald­inn mánu­dag­inn 30. júní kl. 16 í Ara­tungu í Reyk­holti.

„Þar mun land­eig­and­inn, sem er að vinna skipu­lagið, koma og kynna málið á opn­um fundi,“ seg­ir hann.

Skipu­lags­ferlið er enn í gangi og bæði aðal­skipu­lags­breyt­ing­in og deili­skipu­lagið eru í aug­lýs­ingu. Upp­haf­leg­ur at­huga­semda­frest­ur renn­ur út 27. júní en vegna fjöl­margra viðbragða hafi verið óskað eft­ir fram­leng­ingu. „Við aug­lýs­um sem sagt lengd­an at­huga­semda­frest og sam­hliða því aug­lýs­um við líka íbúa­fund­inn.“

Tölvugerð mynd af áætluðum byggingaráformum í Engjaholti landi Fells í …
Tölvu­gerð mynd af áætluðum bygg­ingaráform­um í Engja­holti landi Fells í Blá­skóg­ar­byggð. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­lag­an gæti breyst

Aðspurður um hvort fyrri at­huga­semd­ir hafi leitt til breyt­inga svar­ar Vig­fús: „Það get­ur al­veg gerst að eitt­hvað breyt­ist í til­lög­unni, til dæm­is að eitt­hvað sé lækkað eða bygg­ing­ar­magn minnkað. En síðan eft­ir aug­lýs­ing­una get­ur til­lag­an breyst enn frek­ar.“

„Skipu­lags­ferlið gæti al­veg orðið til þess að fram­kvæmd­in verði ekki. Það gæti al­veg gerst en til þess er ferlið,“ seg­ir Vig­fús.

Hann seg­ir ekki hægt að segja til um hvenær fram­kvæmd­ir gætu haf­ist: „Því verður ekki hægt að svara í raun­inni um hvenær ná­kvæm­lega ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir geta haf­ist þarna fyrr en skipu­lags­ferl­inu er lokið.“

Að lok­um bend­ir hann á að til­kynn­ing­arn­ar um íbúa­fund­inn hafi verið send­ar út í 1,5 km radíus frá svæðinu: „Við send­um öll­um sér­stak­lega til­kynn­ingu um að það sé þarna þessi íbúa­fund­ur. Þannig að ég von­ast til að það fari ekki fram hjá nein­um.“

Leiðrétt:

Um­sagn­ar­frest­ur hef­ur verið fram­lengd­ur og er nú til 14. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert