Aðstoðuðu slasaðan einstakling á Reykjaheiði

Frá aðgerðinni í dag.
Frá aðgerðinni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Björg­un­ar­sveit­in Garðar á Húsa­vík aðstoðaði sjúkra­flutn­inga­menn við að kom­ast að slösuðum ein­stak­lingi við Beinaklett á Reykja­heiði í dag.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Bíll björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar flutti þann slasaða eft­ir erfiðum slóða að sjúkra­bíl sem síðan flutti hann til frek­ari skoðunar á sjúkra­hús.

Aðgerðin tók um fjór­ar klukku­stund­ir, hún hófst um klukk­an 16.30 í dag og lauk klukk­an 20.30 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert