Björgunarsveitin Garðar á Húsavík aðstoðaði sjúkraflutningamenn við að komast að slösuðum einstaklingi við Beinaklett á Reykjaheiði í dag.
Þetta herma heimildir mbl.is.
Bíll björgunarsveitarinnar flutti þann slasaða eftir erfiðum slóða að sjúkrabíl sem síðan flutti hann til frekari skoðunar á sjúkrahús.
Aðgerðin tók um fjórar klukkustundir, hún hófst um klukkan 16.30 í dag og lauk klukkan 20.30 í kvöld.