Áframhaldandi milt veður með hægum vindi og vætu af og til

Regnhlífar ættu að vera við hönd landsmanna yfir helgina ef …
Regnhlífar ættu að vera við hönd landsmanna yfir helgina ef spár ganga eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands seg­ir út­lit fyr­ir áfram­hald­andi milt veður með hæg­um vind­um og vætu af og til yfir helg­ina líkt og verið hef­ur síðustu daga.

Á morg­un, föstu­dag, er spáð suðlæg­um breyti­leg­um átt­um og frem­ur hæg­um vindi. Skúr­ir verða víða, einkum síðdeg­is. Hiti verður á bil­inu 8 til 17 stig, sval­ast norðvest­an­til seinni part dags, en víða hlýtt.

Á laug­ar­dag snýst í norðlæga átt og verður dá­lít­il væta um landið allt. Á vest­an­verðu land­inu verður þó úr­komum­inna og bjart með köfl­um. Þar get­ur hiti náð 15 til 17 stig­um, með lík­um á síðdeg­is­skúr­um. Á norðaust­an­verðu land­inu verður held­ur sval­ara en verið hef­ur.

Á sunnu­dag er áfram bú­ist við frem­ur hægri norðlægri eða breyti­legri átt og vætu víðast hvar, einkum á sunn­an­verðu land­inu. Hit­inn verður yf­ir­leitt á bil­inu 7 til 15 stig, og lík­ur á öfl­ug­um síðdeg­is­skúr­um.

Að sögn veður­fræðings sker eng­inn lands­hluti sig sér­stak­lega úr hvað varðar veður­lag, þar sem út­litið næstu daga er mjög svipað og það hef­ur verið að und­an­förnu, milt veður með dá­lít­illi vætu og lít­illi vindátt.

Víða skúr­ir í dag

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands kem­ur fram að lægð við suður­strönd­ina sé að fikra sig inn á land um þess­ar mund­ir. Áttin er aust­læg á norðan- og aust­an­verðu land­inu, 5-13 m/​s en hæg­ari vind­ur sunn­an- og vest­an­lands. Skýjað með köfl­um og víða skúr­ir, og get­ur verið tals­verð úr­koma á stöku stað.

Hiti var víða á bil­inu 8 til 15 stig í dag, þegar pist­ill­inn var skrifaður hafði hiti mest farið í 16 stig á Önund­ar­horni.

Á morg­un er út­lit fyr­ir frem­ur hæga suðlæga eða breyti­lega átt og áfram ein­hverj­ar skúra­leiðing­ar, einkum síðdeg­is. Hlýn­ar held­ur.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert