Almenningur getur rýnt í gögnin

Hverfið á að rúma 12 þúsund manns.
Hverfið á að rúma 12 þúsund manns. Mynd/FOJAB

Al­menn­ingi gefst á næst­unni tæki­færi til að rýna í gögn í tengsl­um við upp­bygg­ingu nýs hverf­is á Keldna­landi í Reykja­vík.

Áætlað er að skipu­lags­vinnu vegna hverf­is­ins ljúki í byrj­un næsta árs en full­byggt mun hverfið rúma 12 þúsund manns.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um í gær að opna skipu­lags­ferlið með því að forkynna vinnslu­til­lögu að ramma­hluta aðal­skipu­lags, ásamt drög­um að þró­un­ar­áætl­un, hönn­un­ar­bók og sam­göngu­skipu­lagi.

„Mál­inu var vísað til borg­ar­ráðs og eft­ir af­greiðslu þess verða gögn­in gerð aðgengi­leg á skipu­lags­gátt­inni og þá gefst fólki tæki­færi til að rýna þau og koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi, sem horft verður til í ferl­inu,” seg­ir í til­kynn­ingu.

Bú­ist er við því að gögn­in verði kom­in inn á skipu­lags­gátt í lok næstu viku og þar verða þau aðgengi­leg öll­um. Áætlað er að í ág­úst fari fram viðburðir að Keld­um til kynn­ing­ar á vinnslu­til­lög­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert