Hægfara lestarslys á þingi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sér finn­ist hann hafa verið að fylgj­ast með „hæg­fara lest­ar­slysi“ þegar hann horf­ir til vand­ræða rík­is­stjórn­ar­inn­ar með mál sín á Alþingi. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tek­ur und­ir þetta, aug­ljóst sé að rík­is­stjórn­in hafi færst of mikið í fang.

    Þetta kem­ur fram í viðtali Dag­mála við þá fé­laga, sem báðir búa yfir mik­illi þingreynslu og hafa báðir lengi gegnt ráðherra­embætt­um.

    „Þau ætluðu að gera alltof mikið á stuttu þingi, koma inn með alltof stór mál og héldu áfram að dæla inn mál­um eft­ir að boxið var orðið fullt,“ seg­ir Sig­urður Ingi og bæt­ir við að nú sé komið að lok­um júní og stjórn­in aðeins búin með um 20 mál og 9 þings­álykt­an­ir, en enn séu 80 önn­ur mál eft­ir.

    „Það er öll­um aug­ljóst að því leng­ur sem þingið mall­ar svona, því færri mál klár­ast.“

    Þingið lag­ar lög­in

    Guðlaug­ur Þór seg­ir mis­tök rík­is­stjórn­ar­inn­ar fel­ast í því að setja fram hundrað mál, sem öll eigi að leggja áherslu á með fyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um.

    „Hvaða mark­mið er það?“ spyr hann um fjölda fram­lagðra mála.

    „Mér finnst þetta skrýtið, því það er reynslu­mikið fólk í rík­is­stjórn­inni. Þau gefa lín­una.“

    Hann skil­ur ekki í því að rík­is­stjórn­in hafi am­ast við að minni­hlut­inn legg­ist vel yfir mál. Það sé ein­mitt styrk­ur í því að þingið fari yfir mál­in með gagn­rýn­um hætti. Það þekki hann vel frá sinni ráðherratíð, að skili betri lög­um.

    Það er alltaf hag­ur rík­is­stjórn­ar að þingið fari vel í gegn­um málið, þannig að ef mönn­um yf­ir­sást eitt­hvað í ráðuneyt­inu, þá er það þingið sem lag­ar það.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert