Hringdi örlagaríkt símtal sem breytti öllu

Kristján ætlar að hlaupa hálfmaraþon í fyrsta skipti í Reykjarvíkurmaraþoninu.
Kristján ætlar að hlaupa hálfmaraþon í fyrsta skipti í Reykjarvíkurmaraþoninu. Ljósmynd/Aðsend

Kristján Ingi Kjart­ans­son, tæp­lega tví­tug­ur Eyjamaður, upp­lifði mikla van­líðan um tíma sem hann byrgði inni. Hon­um fannst til­finn­ing­arn­ar ekki eiga rétt á sér og fannst hann vera hálf­gerður aum­ingi, enda voru aðrir sem glímdu við stærri vanda­mál en hann.

Fyr­ir ári síðan var hann kom­inn á þann stað að sjálfs­vígs­hugs­an­ir sóttu að hon­um og hann sá orðið aðeins eina leið út. Þá hringdi hann í ör­laga­ríkt sím­tal í hjálp­arsíma Píeta-sam­tak­anna, þar sem hann fékk þá hjálp sem hann þurfti, og öðlaðist kjark til að ræða líðan síðan.

Hann ætl­ar nú að hlaupa hálf­m­araþon í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í fyrsta skipti og safna áheit­um fyr­ir Píeta-sam­tök­in. Þegar þetta er skrifað er hann með efstu hlaup­ur­um í áheita­söfn­un­inni, bú­inn að safna 380 þúsund krón­um, en það tók hann aðeins tæpa tvo sól­ar­hringa að kom­ast upp í 365 þúsund.

Hitti á konu sem hafði verið á svipuðum stað

„Mér finnst ég skulda Píeta-sam­tök­un­um svo mikið. Ef það væri ekki fyr­ir þau og þeirra hjálp þá væri ég lík­lega ekki hér í dag,“ seg­ir Kristján í sam­tali við mbl.is.

„Ég hringi í þau þegar ég er að fara að taka mitt eigið líf,“ held­ur hann áfram, en Kristján hringdi í hjálp­arsím­ann, sem er opin all­an sól­ar­hring­inn, og hitti þar á konu sem hafði verið í svipuðum spor­um og hann.

„Það hjálpaði mér rosa mikið að tala við ein­hvern sem hef­ur verið í svipuðum aðstæðum og hef­ur liðið svona. Ég var bara að taka síðasta séns­inn með því að prófa að hringja þangað og skoða hvort ég vildi í raun gera þetta.“

Þetta sím­tal skipti sköp­um og í fram­hald­inu tókst Kristjáni að opna sig gagn­vart fjöl­skyldu og vin­um með sína van­líðan.

„Eft­ir þetta sam­tal gat ég farið að tala við fólkið í kring­um mig um þetta. Það verður allt miklu auðveld­ara um leið og maður er bú­inn að tala við fólkið sem manni þykir vænt um. Ann­ars er allt svo flókið.“

„Mér leið eins og aum­ingja að líða svona“

Með aðstoð frá Píeta-sam­tök­un­um öðlaðist hann kjark til að geta talað op­in­skátt um sína van­líðan og í kjöl­farið miðlað sinni reynslu áfram.

„Ég fattaði að ég þyrfti að tala við fólkið mitt. Ég hafði ekki gert það.“

Kristjáni hafi liðið illa um tíma, en hafði þó aldrei áður verið á jafn slæm­um stað og hann var þegar hann hringdi sím­talið ör­laga­ríka í Píeta-sam­tök­in.

„Þetta byrj­ar lítið en þegar maður held­ur svona inni í sér og ger­ir ekk­ert þá eykst þetta og á end­an­um fer maður á þann stað sem ég var á þegar ég hringdi í þau,“ út­skýr­ir hann.

„Mér leið eins og aum­ingja að líða svona, því ég vissi að fólk var að glíma við miklu verri hluti og með stærri vanda­mál. Það þurfa bara nokkr­ir hlut­ir að klikka þá get­ur maður endað á vond­um stað og þegar maður seg­ir ekki frá þá verður allt verra.“

Hann tel­ur að þetta séu al­geng­ar til­finn­ing­ar hjá þeim sem líður illa, að finn­ast van­líðanin ein­fald­lega aum­ingja­skap­ur, sér­stak­lega ung­ir dreng­ir sem eigi erfiðara með að tjá til­finn­ing­ar sín­ar.

Sam­fé­lagið í Eyj­um stend­ur sam­an

Kristján er mjög þakk­lát­ur fyr­ir þá aðstoð sem Píeta-sam­tök­in hafa veitt hon­um og vill gefa af sér til baka. Áhugi hans á hlaup­um hef­ur auk­ist síðustu miss­eri og hann vildi setja sér það mark­mið að hlaupa hálf­m­araþon.

Það var því ekki erfið ákvörðun að skrá sig til leiks í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu, þótt hann hafi aldrei hlaupið svo langt áður.

„Þetta eru rosa flott sam­tök sem hafa unnið svo mik­il­vægt verk,“ seg­ir Kristján, en hann hef­ur fengið mik­il viðbrögð eft­ir að hann greindi frá því að hann ætlaði að hlaupa fyr­ir sam­tök­in, sér­stak­lega frá ungu fólki á svipuðum aldri og hann sjálf­ur.

Íhug­ar að hækka mark­miðið upp í millj­ón

Kristján er línumaður í hand­bolta og seg­ist því ekki vera mjög sterk­ur þegar kem­ur að hlaup­um.

„En mér finnst gam­an að gera eitt­hvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta verður mik­il áskor­un fyr­ir mig.“

Kristján setti sér það mark­mið að safna 500 þúsund krón­um fyr­ir sam­tök­in, en það tók hann aðeins tæpa tvo sól­ar­hringa að kom­ast upp í 365 þúsund. Hann bjóst alls ekki við að söfn­un­in myndi ganga svona vel og er að íhuga að hækka mark­miðið upp í eina millj­ón.

„Þetta er aðallega sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um, það standa all­ir sam­an þegar kem­ur að ein­hverju vanda­mál­um. Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir að búa hér.“

Fólki með sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á: Píeta sam­tök­in, s. 552-2218, Hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717, og net­spjallið 1717.is, Upp­lýs­inga­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar, s. 1700, og net­spjallið heilsu­vera.is. Í neyð hringið í 112. Varðandi stuðning eft­ir missi í sjálfs­vígi er bent á Upp­lýs­inga­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar, s. 1700, og net­spjallið heilsu­vera.is, Sorg­armiðstöð, s. 551-4141, og sorg­armidstod@sorg­armidstod.is, síma Píeta sam­tak­anna, 552-2218. Í neyð hringið í 112.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert