Sálfræðingar samþykktu kjarasamning

Sálfræðingar hjá ríkinu hafa samþykkt nýjan kjarasamning.
Sálfræðingar hjá ríkinu hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Ljósmynd/Colourbox

Sál­fræðing­ar sem starfa hjá rík­inu hafa samþykkt kjara­samn­ing Sál­fræðinga­fé­lags Íslands við ríkið.

Samn­ing­ur­inn gild­ir frá 1. apríl 2024 til og með 31. mars 2028, að því er seg­ir á vefsíðu fé­lags­ins.

315 sál­fræðing­ar voru á kjör­skrá og 217 greiddu at­kvæði. Af þeim sem greiddu at­kvæði sögðu 182 (83,9%) já. Nei sögðu 35 (16,1%).

Um mánuður er liðinn síðan sál­fræðing­arn­ir höfnuðu í at­kvæðagreiðslu kjara­samn­ingi við ríkið.

Nýi samn­ing­ur­inn tek­ur gildi strax og verða laun því greidd út sam­kvæmt hon­um um næstu mánaðamót. Aft­ur­virk­ar launa­hækk­an­ir vegna launa­töflu­breyt­inga koma einnig til út­borg­un­ar þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert