Samstarf útatað rauðri málningu og fiðri

Skemmdarverk var unnið á listaverkinu Partnership.
Skemmdarverk var unnið á listaverkinu Partnership. mbl.is/Eyþór

Skemmd­ar­verk var unnið á lista­verk­inu Sam­starfi, eða Partners­hip, við Sæ­braut í námunda við Höfða í Reykja­vík.

Óvíst er ná­kvæm­lega hvenær það var gert en Lista­safn Reykja­vík­ur fékk veður af skemmd­ar­verk­inu seint í gær­kvöldi. Verkið er nú útatað rauðri máln­ingu og fiðri.

Rauðri málningu, lími og fiðri hefur verið komið á listaverkið.
Rauðri máln­ingu, lími og fiðri hef­ur verið komið á lista­verkið. mbl.is/​Eyþór

Sig­urður Trausti Trausta­son, deild­ar­stjóri saf­neign­ar hjá Lista­safni Reykja­vík­ur, seg­ir að lista­verkið sé ekki skemmt, en það þurfi vit­an­lega að þrífa það. Til stóð að fara í þrif­in í morg­un.

„Þetta eru bara þrif, sem bet­ur fer. Maður er aldrei glaður þegar svona ger­ist en kannski er það ein­hver hugs­un að vera ekki með ein­hverj­ar var­an­leg­ar skemmd­ir. Þetta er þannig máln­ing, þetta er bara akr­íl­máln­ing og tré­lím. Þetta næst af með heitu vatni myndi ég halda,“ seg­ir Sig­urður Trausti í sam­tali við mbl.is.

Ferðamenn skoða listaverkið Partnership.
Ferðamenn skoða lista­verkið Partners­hip. mbl.is/​Eyþór

Verkið gert í til­efni 50 ára stjórn­mála­sam­bands Íslands og Banda­ríkj­anna

Högg­mynd­in Partners­hip er eft­ir Pét­ur Bjarna­son og var af­hjúpuð árið 1991. Voru það banda­rísku sendi­herra­hjón­in Char­les E Cobb Jr. og Sue Cobb sem færðu Reykja­vík­ur­borg verkið í til­efni 50 ára form­legs stjórn­mála­sam­bands Íslands og Banda­ríkj­anna.

Sam­skipti leiðtoga Íslands og Banda­ríkj­anna voru áber­andi í frétt­um í gær þegar Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hittu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Hollandi.

Þor­gerður Katrín sagði Trump mega „eiga það“ að hann væri „heill­andi“.

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, skrifaði á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­farið að ekk­ert væri „heill­andi“ við að ógna lýðræðinu. „Það er al­var­legt og við mæt­um því með reisn og sjálfs­virðingu.“

Upplýsingaskilti á listaverkinu.
Upp­lýs­inga­skilti á lista­verk­inu. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert