Sérsveitin í aðgerðum í Sandgerði

Frá aðgerðunum í kvöld.
Frá aðgerðunum í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Sér­sveit­in aðstoðaði lög­regl­una á Suður­nesj­um í aðgerðum í Sand­gerði í heim­húsi fyrr í dag vegna manns sem sagður var bera eggvopn. Þrír aðrir voru í hús­inu en þá sakaði ekki.

Að sögn Mar­grét­ar Krist­ín­ar Páls­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um, var tals­verður viðbúnaður vegna stöðunn­ar sem upp kom. Maður­inn var hand­tek­inn í aðgerðunum.

Lögðu halda á hníf

„Í fyrstu lét maður­inn sér ekki segj­ast, en hann var svo yf­ir­bugaður eft­ir dágóða stund og færður á lög­reglu­stöð. Þrír aðrir sem voru á vett­vangi sakaði ekki. Lagt var hald á hníf á vett­vangi, en ekki er vitað hvað mann­in­um gekk til með þess­ari hátt­semi,“ seg­ir Mar­grét í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

 

Margrét Kristín Pálsdóttir.
Mar­grét Krist­ín Páls­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert