Sýnt á dýptina í samfélaginu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rit­höf­und­ur­inn Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir byrjaði sinn rit­höf­unda­fer­il með ljóðabók, en sneri sér síðan að barna­bók­um og sló í gegn með Nær­buxna­verk­smiðjunni og fram­haldið þeirr­ar bók­ar. Fyr­ir bók­ina Koll­hnís, sem kom út eft­ir að nær­buxnaröðinni var lokið, fékk hún Íslensku bók­mennta­verðlaun­in í flokki barna- og ung­menna­bóka árið 2022 og bók­in var til­nefnd til Barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs ári síðar.

    Í viðtali í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins seg­ir Arn­dís að hún hafi alltaf haft mikla tján­ing­arþörf og að hún hafi lesið mikið sem barn sem kveikt hafi hjá henni á hug­mynd um að hún gæti kannski skrifað bæk­ur sjálf.

    Hætti aldrei að lesa barna­bæk­ur

     

    „Ég hætti aldrei að lesa barna­bæk­ur, kannski er það af því að mér finnst alltaf að ég sé barn og ég tengi mjög mikið við hásk­ann sem fylg­ir því að vera barn: Maður kann ekki regl­urn­ar, er svo­lítið ber­skjaldaður gagn­vart heim­in­um, og það get­ur hvað sem er gerst. Mér finnst það mjög frjór staður til að vera á hvað varðar alla sköp­un og því mjög nátt­úru­legt að byrja þar.

    Koll­hnís er bók sem að ég var mjög lengi að skrifa og þykir mjög vænt um. Hún fjall­ar líka um þetta háska­lega skeið í líf­inu þegar að það er að renna upp fyr­ir manni hvað það er að vera full­orðinn.

    Maður fer að horfa á for­eldra sína, kannski ekki sem jafn­ingja, en eitt­hvað nær því, og þá hell­ast yfir mann öll vanda­mál­in sem geta fylgt því að vera full­orðinn. Svo já, það er bók sem mér þótti mjög vænt um og mér finnst mjög vænt um. Krakk­ar tengja við hana, ekki bara full­orðið fólk, af því að krakk­ar, þegar ég var barn þá fannst mér svo gam­an að lesa bæk­ur sem ég upp­lifði að það væri verið að sýna mér á dýpt­ina í sam­fé­lag­inu. Þegar var verið að sýna mér gallað fólk. Þegar var verið að sýna mér eitt­hvað sem var flókið.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert