Umsóknum um vegabréfs­áritanir fjölgar

Umsóknum um vegabréfsáritanir hefur fjölgað mikið.
Umsóknum um vegabréfsáritanir hefur fjölgað mikið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í um­sókn­um um vega­bréfs­árit­an­ir til Íslands á síðustu miss­er­um. Árið 2024 bár­ust um 35 þúsund um­sókn­ir, sem var 60% aukn­ing frá fyrra ári, og áætlaður fjöldi um­sókna 2025 er um 60.000.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði sem ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur sent ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is í tengsl­um við frum­varp um vega­bréfs­árit­an­ir, sem er til meðferðar hjá nefnd­inni.

Fram kem­ur í minn­is­blaðinu að bein­ar rík­is­tekj­ur af um­sókn­ar­gjöld­um það sem af er ári nemi um 385 millj­ón­um króna og áætlaðar tekj­ur á ár­inu öllu séu 650-770 millj­ón­ir króna.

Seg­ir ráðuneytið að nú­ver­andi stjórn­sýslu­kerfi, með aðkomu Útlend­inga­stofn­un­ar og kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála, sé óskil­virkt og sprungið og anni ekki því álagi sem skap­ast hef­ur vegna mik­ils fjölda um­sókna um árit­an­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert