Andlát: Óskar J. Sigurðsson

Óskar J. Sigurðsson.
Óskar J. Sigurðsson. mbl.is

Óskar J. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi vita­vörður á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um, lést 25. júní sl. á heim­ili sínu á Sel­fossi, 87 ára að aldri.

Óskar fædd­ist á Stór­höfða 19. nóv­em­ber 1937. For­eldr­ar hans voru hjón­in Sig­urður Valdi­mar Jón­athans­son vita­vörður og veður­at­hug­un­ar­maður og Björg Sveins­dótt­ir.

Óskar var sjálf­menntaður nátt­úru­fræðing­ur, annaðist veður­at­hug­an­ir, fugla­merk­ing­ar og um­hverf­is­mæl­ing­ar ára­tug­um sam­an, var afar minn­ug­ur og at­hug­ull og hélt ná­kvæmt bók­hald um nátt­úr­una.

Óskar fór snemma að aðstoða Sig­urð föður sinn við veður­at­hug­an­ir. Fyrsta verk­efni Óskars við veður­at­hug­an­irn­ar var að at­huga veðrið klukk­an þrjú á nótt­unni. Hann tók form­lega við starfi vita­varðar á Stór­höfða árið 1965 og gegndi því til árs­ins 2007 en sendi áfram veður­skeyti til 2014 þegar hann flutti á Sel­foss þar sem hann bjó síðan.

Óskar merkti fyrsta fugl­inn, lunda, 5. maí 1953 og hélt þeim merk­ing­um áfram til árs­ins 2014. Óskar merkti alls 91.695 fugla af um 40 teg­und­um og hélt ná­kvæmt bók­hald yfir merk­ing­arn­ar, fjölda fugla, teg­und­ir og núm­er merkja. Skráð var í Heims­meta­bók Guinn­ess 1997 að eng­inn ein­stak­ling­ur í heim­in­um hefði merkt fleiri fugla en Óskar, sem þá hafði merkt 65.200 fugla.

Óskar hlaut ridd­ara­kross ís­lensku fálka­orðunn­ar árið 1997 fyr­ir störf í þágu fugl­a­rann­sókna. Árið 2012 var hann til­nefnd­ur Eyjamaður árs­ins fyr­ir fram­lag sitt til um­hverf­is­mála og árið 2018 fékk hann heiður­sverðlaun Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands fyr­ir langt og óeig­ingjarnt starf við fugla­merk­ing­ar og markvert fram­lag til fugl­a­rann­sókna.

Þá safnaði Óskar sam­an gögn­um fyr­ir haf- og veður­stofu Banda­ríkj­anna, NOOA, í 15 ár og var 2007 heiðraður sem hetja um­hverf­is­ins fyr­ir mæl­ing­ar gróður­húsaloft­teg­unda á Stór­höfða.

Sam­býl­is­kona Óskars var Val­gerður Bene­dikts­dótt­ir hús­freyja. Þau slitu sam­vist­ir. Son­ur þeirra var Pálmi Freyr veður­at­hug­un­ar­maður, hann lést 2019.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert