Ragnar Árnason, fv. prófessor í fiskihagfræði, gefur lítið fyrir tal um auðlindarentu við álagningu veiðigjalda og segir notkun þess tilraun til að villa um fyrir fólki. Hann telur að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi verið leidd á villigötur um það af óvönduðum ráðgjöfum.
„Orðið „auðlindarenta“ er notað í pólitískri og stundum óvandaðri hagfræðilegri umræðu,“ segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið.
Hugtakið „hagræn renta“ sé til í hagfræði, en hún stafi af öllum framleiðsluþáttum fyrirtækja og ekki unnt að rekja hana til einstakra framleiðsluþátta, eins og vinnuafls, fjármagns eða náttúruauðlinda.
„Það er því einungis tilraun til að villa fólki sýn að kenna rentu eða hagnað í atvinnuvegum við einhvern tiltekinn þátt sem notaður er í framleiðslunni,“ segir Ragnar.
Hann segir enga tæka hagfræðikenningu að baki ummælum forsætisráðherra eða annarra ráðherra um auðlindarentu af hagnaði.
„Forsætisráðherra hefur greinilega verið leiddur á villigötur af óvönduðum ráðgjöfum.“
Fráleitt sé að nefna tiltekið hlutfall þar sem áhrifa skattlagningar taki fyrst að gæta.
„Öll skattlagning á fyrirtæki – hvaða nafni sem hún kallast – veikir samkeppnisstöðu þeirra miðað við fyrirtæki sem ekki verða fyrir slíkri skattlagningu. Þetta gildir um skattlagningu á meinta hagræna rentu ekki síður en aðra skattlagningu.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.