Bæjarstjórinn hjólar í tillögu Vegagerðarinnar

Ásthildur segir Vegagerðina hafa haft 17 ár til að vekja …
Ásthildur segir Vegagerðina hafa haft 17 ár til að vekja athygli á meintri ógn hjartalöguðu ljósanna. Samsett mynd/Auðunn Níelsson/Hjálmar S. Brynjólfsson

Vega­gerðin hef­ur lagt það til við skipu­lags­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að hjört­un í rauðu götu­ljós­un­um verði fjar­lægð. Bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar kveðst ekki vita hvað Vega­gerðinni gangi til og von­ar að bæj­ar­yf­ir­völd hafni beiðni Vega­gerðar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í færslu Ásthild­ar Sturlu­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Ak­ur­eyr­ar, á Face­book. 

„Hjört­un í rauðu um­ferðarljós­un­um eru eitt af ein­kenn­is­merkj­um Ak­ur­eyr­ar, stór þátt­ur í ímynd bæj­ar­ins sem seg­ir á svo tákn­ræn­an og fal­leg­an hátt að hér vilj­um við taka á móti öll­um með hlýju og kær­leika,“ skrif­ar Ásthild­ur. 

Haft 17 ár til að fjalla um meinta „ógn“ ljós­anna

Í rök­stuðningi Vega­gerðar­inn­ar er því haldið fram að stofn­un­inni hafi borist ábend­ing­ar um að hjört­un ógni um­ferðarör­yggi og að ljóst sé að hjarta­lög­un­in í ljós­un­um stand­ist hvorki kröf­ur um um­ferðarmerki né um­ferðarör­yggi.

Þá tel­ur Vega­gerðin að hjarta­löguðu ljós­in geti einnig truflað öku­menn við akst­ur.

„Ef ég á að segja al­veg eins og er, þá bara skil ég ekki hvað Vega­gerðinni geng­ur til og er ekki í vafa um að bæj­ar­yf­ir­völd á Ak­ur­eyri munu hafna því al­farið að fjar­lægja hjört­un. Þau voru sett í um­ferðarljós­in sum­arið 2008 þannig að Vega­gerðin hef­ur haft 17 ár til að fjalla um „þá ógn“ sem af þeim staf­ar,“ skrif­ar Ásthild­ur.

Hún biðlar til fólks að brosa með hjart­anu og verja tím­an­um í eitt­hvað „þarfara en að vera með leiðindi út í hjört­un okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert