„Gæti þurft að stýra umferð inn á ákveðin svæði“

Vinna við endurskoðun á viðbragðsáætlun frá árinu 2017 vegna eldgoss …
Vinna við endurskoðun á viðbragðsáætlun frá árinu 2017 vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli, eða í Kötlu, var kynnt íbúum á svæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Opn­ir upp­lýs­inga­fund­ir um viðbragðsáætl­un fyr­ir mögu­legt eld­gos und­ir Mýr­dals­jökli voru haldn­ir á Vík í Mýr­dal í gær­kvöldi. Sá fyrri á ensku og sá seinni á ís­lensku.

Björn Ingi Jóns­son, sviðsstjóri al­manna­varna hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir fund­ina hafa gengið mjög vel og að al­menn­ing­ur hefði tekið virk­an þátt.

Hann seg­ir að vel hefði verið mætt á báða fund­ina, eða um 30 manns á ensku­mæl­andi fund­inn og hátt í 100 á þann ís­lensku­mæl­andi.

End­ur­skoðun á viðbragðsáætl­un

Vinna við end­ur­skoðun á viðbragðsáætl­un frá ár­inu 2017 vegna eld­goss und­ir Mýr­dals­jökli, eða í Kötlu, var kynnt íbú­um á svæðinu og fóru Magnús Tumi Guðmunds­son frá Jarðvís­inda­stofn­un og Berg­ur Ein­ars­son frá Veður­stofu Íslands með fram­sög­ur.

„Þeir fóru ann­ars veg­ar yfir sög­una og hins veg­ar yfir mæli­kerfi og áhættumat og ým­is­legt sem Veður­stof­an er ábyrg fyr­ir,“ seg­ir Björn.

„Svo fór ég yfir drög­in að áætl­un­inni eins og þau líta út núna. Hún bygg­ir að stór­um hluta á áætl­un­inni sem er í gildi, sem er frá 2017, en ákveðnir þætt­ir hafa verið upp­færðir í tengsl­um við það sem hef­ur verið að eiga sér stað á und­an­förn­um árum – íbúa­sam­setn­ingu, fjölg­un íbúa, fjölg­un ferðamanna og fleiri ferðamannastaði nær jökl­in­um.“

Ef fólk verður vart við óróa

Að sögn Björns þurfti að tækla þess­ar breyt­ing­ar í nýju drög­un­um og út­skýra hvernig gæti þurft að grípa inn í ef fólk skyldi verða vart við óróa á svæðum nær jökl­in­um.

„Ef það er yf­ir­vof­andi eld­gos með hugs­an­legu flóði eða ösku­falli, þá gæti þurft að stýra um­ferð inn á ákveðin svæði eft­ir aðstæðum, vindátt og hvar upp­tök­in eru, hvar af­leiðing­arn­ar koma fram.“

Í fram­haldi af fram­sög­um var um klukku­tími gef­inn í spurn­ing­ar og tók al­menn­ing­ur þar virk­an þátt, að sögn Björns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert