Gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin

Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

All­ir nefnd­ar­menn minni­hlut­ans í at­vinnu­vega­nefnd gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að frum­vörp um strand­veiðar og veiðar á grá­sleppu hafi verið af­greidd út úr nefnd­inni á fundi henn­ar í gær­morg­un.

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og 2. vara­formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir þessi vinnu­brögð for­dæma­laus og mál­in eng­an veg­inn tæk til umræðu í þingsal.

„Þessi mál hafa fengið mjög litla meðferð í nefnd­inni. Til að mynda voru ein­ung­is fjór­ir eða fimm gest­ir af um 20 um­sagnaraðilum um frum­vörp­in boðaðir á fund hjá nefnd­inni. Það er al­var­legt þegar aðilar sem senda inn um­sagn­ir um þing­mál, og í mörg­um til­vik­um að beiðni nefnd­ar­inn­ar sjálfr­ar, eru ekki tekn­ir til viðtals þar sem meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar tel­ur að ekki gef­ist tími til þess,“ seg­ir Jón í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert