Helgi fer fyrir viðbragðshópi

Kísilmálmver PCC á Bakka.
Kísilmálmver PCC á Bakka. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Starfs­hóp­ur sem skipaður var af for­sæt­is­ráðherra vinn­ur nú að kort­lagn­ingu á stöðu at­vinnu­mála í Norðurþingi en til­kynnt hef­ur verið um tíma­bundna rekstr­ar­stöðvun kís­il­vers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Formaður hóps­ins er Helgi Val­berg Jens­son. Málið var rætt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Hóp­ur­inn mun einnig vinna til­lög­ur að mögu­leg­um viðbrögðum stjórn­valda til skemmri og lengri tíma. Skýrslu verður skilað um miðjan sept­em­ber. Starfs­hóp­ur­inn mun horfa sér­stak­lega til vinnu við at­vinnu­stefnu stjórn­valda sem nú er í mót­un, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur fram að starfs­hóp­ur­inn hafi á dög­un­um farið í vett­vangs­ferð til Húsa­vík­ur þar sem hann fundaði með full­trú­um PCC Bakka, Norðurþings, Sam­taka sveit­ar­fé­laga og at­vinnuþró­un­ar á Norður­landi eystra, sam­starfs­verk­efn­is­ins Eims, Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags og Þingiðnar, fé­lags iðnaðarmanna í Þing­eyj­ar­sýsl­um.

Formaður hóps­ins er Helgi Val­berg Jens­son, full­trúi for­sæt­is­ráðuneyt­is, en auk hans eru í hópn­um þau Anna Borgþórs­dótt­ir Ol­sen, full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is, Hólm­fríður Sveins­dótt­ir, full­trúi innviðaráðuneyt­is, Jón Skafti Gests­son, full­trúi um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is, og Snæfríður Arn­ar­dótt­ir, full­trúi at­vinnu­vegaráðuneyt­is, seg­ir jafn­framt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert