Íslendingar mega nú heita Link, Star og Bíi

Íslendingar mega nú bera hin frumlegustu nöfn og verður keimurinn …
Íslendingar mega nú bera hin frumlegustu nöfn og verður keimurinn af samþykktum nöfnum mannanafnanefndar erlendari með hverjum deginum. mbl.is/Ófeigur

Manna­nafna­nefnd hef­ur með úr­sk­urðum sín­um frá 24. júní veitt heim­ild fyr­ir lög­leg­um burði eig­in­nafn­anna Anóra, Link, Eu­genía, Sessel­íus, Vava, Baggio, Star, Kareem, Míló, Cel­ina og Bíi.

Hafnaði nefnd­in hins veg­ar milli­nafn­inu Hó og rök­studdi með svo­felld­um orðum:

Milli­nafnið Hó er dregið af ís­lensk­um orðstofni, hó, en nefnd­in tel­ur að nafn sem leitt er af upp­hróp­un eins og hó, hæ, hí, ha og jæja geti orðið nafn­bera til ama.

Hafa ber í huga að samþykki manna­nafna­nefnd milli­nafn, fær­ist það á skrá yfir slík nöfn. Það kann að leiða til þess að börn geti hlotið það, en mik­il­væg­ir hags­mun­ir barna eru að þeim séu ekki gef­in nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi sbr. grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um manna­nöfn.

Bent skal á að full­veðja ein­stak­ling­ur sem hef­ur í hyggju að kjósa sér nafn af ein­hverj­um ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafn­hafa ama, get­ur í dag­legu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki op­in­bera skrán­ingu hjá stjórn­völd­um og fær­ist ekki á manna­nafna­skrá. Manna­nafna­nefnd hlutast ekki til um gælu­nöfn, list­ræn nöfn eða önn­ur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í dag­legu lífi utan op­in­berr­ar skrán­ing­ar.

Tök­u­nafn gjald­gengt í veiti­máli

Rök­studdi nefnd­in bless­un sína yfir nafn­inu Baggio með því að það tæki eign­ar­fallsend­ing­unni Baggi­os og væri ekki lík­legt til að valda nafn­bera ama. Það væri hins veg­ar ekki ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls, meðal ann­ars þar sem sam­staf­an -io kæmi ekki fyr­ir í ósam­sett­um orðum ís­lensk­um. Væri því aðeins hægt að samþykkja rit­hátt­inn að því gefnu að hefð teld­ist fyr­ir hon­um.

Vísaði nefnd­in í manna­nafna­lög og eig­in vinnu­regl­ur þar sem fjórða grein regln­anna tald­ist rétt­læta Baggio. Hljóm­ar hún svo:

Þrátt fyr­ir að ekki sé hefð fyr­ir tök­u­nafni á grund­velli framan­ritaðs telst rit­hátt­ur þess hefðbund­inn sé hann gjald­geng­ur í veiti­máli og nafnið ekki rit­hátt­ar­af­brigði rót­gró­ins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bók­stöf­um ís­lenska nú­tímastaf­rófs­ins eða bók­stöf­un­um c, q, w og z. Heim­ilt er að laga tök­u­nafnið að al­menn­um ís­lensk­um rit­regl­um.

Tald­ist nafnið þar með gjald­gengt sem ít­alskt tök­u­nafn með gjald­geng­an rit­hátt í veiti­mál­inu, ít­ölsku, og sagði í niður­lagi úr­sk­urðar:

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands ber eng­inn ein­stak­ling­ur nafnið Baggio í þjóðskrá sem upp­fyll­ir skil­yrði vinnu­lags­reglna manna­nafna­nefnd­ar varðandi hefð, sbr. 2. gr. þeirra, og nafnið kem­ur ekki fyr­ir í mann­töl­um frá 1703–1920. Því er ekki hefð fyr­ir nafn­inu á grund­velli 1. gr. vinnu­lags­regln­anna. Nafnið er aft­ur á móti ít­alskt tök­u­nafn og þessi rit­hátt­ur þess gjald­geng­ur í veiti­mál­inu. Tel­ur manna­nafna­nefnd því hefð fyr­ir rit­hætti nafns­ins á grund­velli 4. gr. regln­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert