This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir sló í gegn með Nærbuxnaverksmiðjunni og hefur skrifað ýmsar bækur síðan, fyrir börn og fullorðna. Hún segir að það sé hugsjónastarf að skrifa bækur á íslensku, því harðsótt sé að lifa á skrifum.
Í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins segir Arndís að stundum segi listamenn að það ætti enginn að vera slíkur nema hann geti ekki verið annað. „Ef hann getur verið nokkuð annað þá ætti hann ekki að velja þessa braut. Og jú, auðvitað snýst þetta um einhverja köllun eða helgun og það er eins og þú segir, það er einhver smá þverstæða í því að upplifa þessa þessa köllun og jafnframt að ætla meta hana til launa af því að þú verður að trúa því að það sem þú ert að gera hafi virði. Þá koma alltaf reiðir í athugasemdum og segja: heyrðu, þetta fólk þarf að fá sér alvöru vinnu.
En vandamálið er að reikningsdæmið og nú tala ég bara út frá bókabransanum, það getur ekki gengið upp. Við erum of fá til þess að það útgáfa geti borið sig og höfundar geti lifað af því að selja bækur. Það þyrfti að selja bækurnar bara til hvers einasta manns, barn. Og það væri ekki gott módel held ég ef við værum bara með fjóra ríkishöfunda sem að ættu Senda fjórar bækur á ári til allra á landinu. Það þarf því að styrkja þennan bransa til þess að hann lifi af.
Listir þurfa að vera miðlægar í samfélaginu og við þurfum að gangast við því og ekki bara í hátíðarræðum. Við þurfum að gangast við því að listin sé nauðsynleg, að hún gefi okkur eitthvað, að samfélag sé betra samfélag ef að almenningur hefur aðgengi að listaverkum.“