Listir þurfa að vera miðlægar í samfélaginu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rit­höf­und­ur­inn Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir sló í gegn með Nær­buxna­verk­smiðjunni og hef­ur skrifað ýms­ar bæk­ur síðan, fyr­ir börn og full­orðna. Hún seg­ir að það sé hug­sjón­astarf að skrifa bæk­ur á ís­lensku, því harðsótt sé að lifa á skrif­um.

    Í viðtali í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins seg­ir Arn­dís að stund­um segi lista­menn að það ætti eng­inn að vera slík­ur nema hann geti ekki verið annað. „Ef hann get­ur verið nokkuð annað þá ætti hann ekki að velja þessa braut. Og jú, auðvitað snýst þetta um ein­hverja köll­un eða helg­un og það er eins og þú seg­ir, það er ein­hver smá þverstæða í því að upp­lifa þessa þessa köll­un og jafn­framt að ætla meta hana til launa af því að þú verður að trúa því að það sem þú ert að gera hafi virði. Þá koma alltaf reiðir í at­huga­semd­um og segja: heyrðu, þetta fólk þarf að fá sér al­vöru vinnu.

    En vanda­málið er að reikn­ings­dæmið og nú tala ég bara út frá bóka­brans­an­um, það get­ur ekki gengið upp. Við erum of fá til þess að það út­gáfa geti borið sig og höf­und­ar geti lifað af því að selja bæk­ur. Það þyrfti að selja bæk­urn­ar bara til hvers ein­asta manns, barn. Og það væri ekki gott mód­el held ég ef við vær­um bara með fjóra rík­is­höf­unda sem að ættu Senda fjór­ar bæk­ur á ári til allra á land­inu. Það þarf því að styrkja þenn­an bransa til þess að hann lifi af.

    List­ir þurfa að vera miðlæg­ar í sam­fé­lag­inu og við þurf­um að gang­ast við því og ekki bara í hátíðarræðum. Við þurf­um að gang­ast við því að list­in sé nauðsyn­leg, að hún gefi okk­ur eitt­hvað, að sam­fé­lag sé betra sam­fé­lag ef að al­menn­ing­ur hef­ur aðgengi að lista­verk­um.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert