Lögreglan: „Þetta er auðvitað algjörlega óþolandi“

Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári …
Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári þjófanna. Ljósmynd/Colourbox

Lög­regl­an á Norður­landi eystra grein­ir frá því að fyrr í þess­um mánuði hafi verið brot­ist inn á vinnusvæði á fjór­um stöðum á Ak­ur­eyri og stolið þaðan miklu magni af alls kon­ar verk­fær­um. Lög­regl­an seg­ir að mál­in séu í rann­sókn hjá en henni hef­ur ekki enn tek­ist að hafa hend­ur í hári þjóf­anna.

„Þetta er auðvitað al­gjör­lega óþolandi því burt­séð frá verðmæt­inu á viðkom­andi verk­fær­um set­ur þetta starf­sem­ina á vinnu­stöðunum að ein­hverju leyti úr skorðum. Tjón fram­kvæmdaaðila er því mikið,“ seg­ir lög­regl­an í færslu sem hún birti á Face­book. 

„Við vilj­um í þessu sam­hengi beina því til allra sem starfa á bygg­ing­ar­svæðum, viðhalds­svæðum eða öðrum sam­bæri­leg­um vinnu­stöðum að huga sér­stak­lega að ör­uggri vörslu eigna sinna. Mik­il­vægt er að verk­færi og önn­ur verðmæti séu tryggi­lega geymd utan vinnu­tíma og að gripið sé til viðeig­andi ör­ygg­is­ráðstaf­ana, t.d. með mynda­véla­eft­ir­liti. Með þessu get­um við dregið úr eigna­tjóni og aukið ör­yggi á vinnusvæðum,“ seg­ir lög­regl­an enn frem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert